422 bílar brunnu á tónlistarhátíð Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2016 15:04 Gríðarlegur bílabruni varð á bílastæði fyrir gesti tónlistarhátíðarinnar Andancas Festival í Portúgal fyrir um 10 dögum síðan. Svo virðist sem eldur hafi blossað upp í einum bíl á bílastæðinu sem síðan barst til nærliggjandi bíla. Enginn tónleikagesta meiddist í þessum mikla bruna en alls börðust um 160 slökkviliðsmenn við eldinn og þyrlur voru notaðar við slökkvistarfið. Tónleikahaldi var hætt þegar ljóst var hvað hafði gerst á bílastæðinu, en á hverju ári koma um 40.000 gestir á þessa tónlistarhátíð í Portúgal. Það tók slökkviliðsmenn aðeins um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins, en eins og á þessum myndum má sjá blasti mikið tjón við eftir hildarleikinn.Ekki var fagurt um að litast á bílastæðinu eftir brunann.Þessum bílum verður ekki ekið framar. Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent
Gríðarlegur bílabruni varð á bílastæði fyrir gesti tónlistarhátíðarinnar Andancas Festival í Portúgal fyrir um 10 dögum síðan. Svo virðist sem eldur hafi blossað upp í einum bíl á bílastæðinu sem síðan barst til nærliggjandi bíla. Enginn tónleikagesta meiddist í þessum mikla bruna en alls börðust um 160 slökkviliðsmenn við eldinn og þyrlur voru notaðar við slökkvistarfið. Tónleikahaldi var hætt þegar ljóst var hvað hafði gerst á bílastæðinu, en á hverju ári koma um 40.000 gestir á þessa tónlistarhátíð í Portúgal. Það tók slökkviliðsmenn aðeins um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins, en eins og á þessum myndum má sjá blasti mikið tjón við eftir hildarleikinn.Ekki var fagurt um að litast á bílastæðinu eftir brunann.Þessum bílum verður ekki ekið framar.
Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent