Grímuklæddir hermdu eftir hval Jónas Sen skrifar 13. september 2016 09:45 "Smæstu einingar tónsmálsins voru útfærðar af vandvirkni, segir dómarinn um frumflutning Elektra Ensemble á tónverki Þuríðar Jónsdóttur. Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Crumb, Milhaud, Schönberg og Þuríði Jónsdóttur. Flytjandi var kammerhópurinn Elektra Ensemble. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 11. september Segja má að hvalaskoðun hafi farið fram í Hörpu á sunnudaginn. Um var að ræða tónleika kammerhópsins Elektra Ensemble og á dagskránni var m.a. Vox balaenae, Rödd hvalsins. Það er eitt þekktasta verk bandaríska samtímatónskáldsins George Crumb. Hann samdi það eftir að hafa hrifist af upptöku með dáleiðandi söng hnúfubaks. Flytjendurnir, sem eru flautu-, selló- og píanóleikari, eru venjulega með grímur og það er ávallt rökkur í salnum þegar tónlistin er leikin. Yfirleitt er bláleit birta ríkjandi, ég man að minnsta kosti ekki eftir öðru og hef ég oft heyrt tónlistina í lifandi flutningi. Djúp ró þarf að einkenna túlkunina, dularfull náttúrustemning. Á köflum er leikið með fingrum beint á strengi píanósins, þ.e. ekki með hömrum, og hljómar það eins og brimrót. Sellóleikarinn rennir hendinni upp og niður strengi hljóðfærisins, sem framkallar eftirlíkingu af söng hvalsins. Flautuleikarinn syngur svo yfir öllu saman einhvers konar vögguvísu sem er sérlega annarsheimsleg og seiðandi. Heildarútkoman á að vera dásamlega hrífandi, og svo var um flutninginn nú. Flytjendurnir nostruðu við hvert smáatriði. Flautuleikur Emilíu Rósar Sigfúsdóttur var einstaklega ljóðrænn, sellóleikur Margrétar Árnadóttur hnitmiðaður og píanóleikur Ástríðar Öldu Sigurðardóttur litríkur. Þá nýbreytni var boðið upp á að dansari ljáði túlkunina krafta sína, Védís Kjartansdóttir. Auk hennar samdi Saga Sigurðardóttir dansinn. Hann var býsna fábrotinn, en þó skemmtilega annarlegur og féll fullkomlega að tónmálinu. Sami dansari og sömu höfundar voru líka í annarri tónsmíð, svítu fyrir fiðlu, klarinettu og píanó eftir Darius Milhaud. Helga Þóra Björgvinsdóttir lék á fiðluna en Helga Björg Arnardóttir á klarinettuna. Tónlistarflutningurinn var fallegur, þetta var notalega kæruleysisleg músík. Eftir því var dansinn barnslegur og látlaus, akkúrat eins og stemningin í tónlistinni krafðist. Á tónleikunum var einnig frumflutt verkið Downbeat Aroma eftir Þuríði Jónsdóttur. Það samanstóð af fínlegum blæbrigðum, yfirleitt mjög ofarlega á tónsviðinu. Smám saman birtust síendurtekin stefbrot sem á endanum mynduðu hæglátan hápunkt. Það var prýðilega unnið, og flutningurinn var sannfærandi. Smæstu einingar tónsmálsins voru útfærðar af vandvirkni, fagurlega mótaðar. Ef flytjendurnir hefðu látið hér staðar numið hefðu tónleikarnir verið magnaðir. En því miður var líka á dagskránni hin margslungna og stórbrotna Kammersinfónía nr. 1 eftir Schönberg í útsetningu Antons Webern. Hún kom ekki nógu vel út. Ástæðan var fyrst og fremst fiðluleikurinn, sem var á köflum pínlega ófókuseraður. Hann er mjög áberandi í tónlistinni, og því var upplifunin sársaukafull. Breytti engu um að hinir hafi spilað ágætlega; það þarf bara einn til að skemma heildarsvipinn. Tónleikarnir voru með hléi, þeir hófust klukkan fimm og voru búnir seinni tímann í sjö. Spurning er hvort dagskráin hafi ekki verið full viðamikil fyrir þennan tónleikatíma. Aðsóknin var afar dræm, kannski hefði hún verið meiri ef tónleikarnir hefðu verið haldnir síðar um kvöldið.Niðurstaða: Tónleikarnir voru skemmtilegir, nema síðasta verkið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. september 2016. Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Kammertónleikar Verk eftir Crumb, Milhaud, Schönberg og Þuríði Jónsdóttur. Flytjandi var kammerhópurinn Elektra Ensemble. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 11. september Segja má að hvalaskoðun hafi farið fram í Hörpu á sunnudaginn. Um var að ræða tónleika kammerhópsins Elektra Ensemble og á dagskránni var m.a. Vox balaenae, Rödd hvalsins. Það er eitt þekktasta verk bandaríska samtímatónskáldsins George Crumb. Hann samdi það eftir að hafa hrifist af upptöku með dáleiðandi söng hnúfubaks. Flytjendurnir, sem eru flautu-, selló- og píanóleikari, eru venjulega með grímur og það er ávallt rökkur í salnum þegar tónlistin er leikin. Yfirleitt er bláleit birta ríkjandi, ég man að minnsta kosti ekki eftir öðru og hef ég oft heyrt tónlistina í lifandi flutningi. Djúp ró þarf að einkenna túlkunina, dularfull náttúrustemning. Á köflum er leikið með fingrum beint á strengi píanósins, þ.e. ekki með hömrum, og hljómar það eins og brimrót. Sellóleikarinn rennir hendinni upp og niður strengi hljóðfærisins, sem framkallar eftirlíkingu af söng hvalsins. Flautuleikarinn syngur svo yfir öllu saman einhvers konar vögguvísu sem er sérlega annarsheimsleg og seiðandi. Heildarútkoman á að vera dásamlega hrífandi, og svo var um flutninginn nú. Flytjendurnir nostruðu við hvert smáatriði. Flautuleikur Emilíu Rósar Sigfúsdóttur var einstaklega ljóðrænn, sellóleikur Margrétar Árnadóttur hnitmiðaður og píanóleikur Ástríðar Öldu Sigurðardóttur litríkur. Þá nýbreytni var boðið upp á að dansari ljáði túlkunina krafta sína, Védís Kjartansdóttir. Auk hennar samdi Saga Sigurðardóttir dansinn. Hann var býsna fábrotinn, en þó skemmtilega annarlegur og féll fullkomlega að tónmálinu. Sami dansari og sömu höfundar voru líka í annarri tónsmíð, svítu fyrir fiðlu, klarinettu og píanó eftir Darius Milhaud. Helga Þóra Björgvinsdóttir lék á fiðluna en Helga Björg Arnardóttir á klarinettuna. Tónlistarflutningurinn var fallegur, þetta var notalega kæruleysisleg músík. Eftir því var dansinn barnslegur og látlaus, akkúrat eins og stemningin í tónlistinni krafðist. Á tónleikunum var einnig frumflutt verkið Downbeat Aroma eftir Þuríði Jónsdóttur. Það samanstóð af fínlegum blæbrigðum, yfirleitt mjög ofarlega á tónsviðinu. Smám saman birtust síendurtekin stefbrot sem á endanum mynduðu hæglátan hápunkt. Það var prýðilega unnið, og flutningurinn var sannfærandi. Smæstu einingar tónsmálsins voru útfærðar af vandvirkni, fagurlega mótaðar. Ef flytjendurnir hefðu látið hér staðar numið hefðu tónleikarnir verið magnaðir. En því miður var líka á dagskránni hin margslungna og stórbrotna Kammersinfónía nr. 1 eftir Schönberg í útsetningu Antons Webern. Hún kom ekki nógu vel út. Ástæðan var fyrst og fremst fiðluleikurinn, sem var á köflum pínlega ófókuseraður. Hann er mjög áberandi í tónlistinni, og því var upplifunin sársaukafull. Breytti engu um að hinir hafi spilað ágætlega; það þarf bara einn til að skemma heildarsvipinn. Tónleikarnir voru með hléi, þeir hófust klukkan fimm og voru búnir seinni tímann í sjö. Spurning er hvort dagskráin hafi ekki verið full viðamikil fyrir þennan tónleikatíma. Aðsóknin var afar dræm, kannski hefði hún verið meiri ef tónleikarnir hefðu verið haldnir síðar um kvöldið.Niðurstaða: Tónleikarnir voru skemmtilegir, nema síðasta verkið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. september 2016.
Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira