Endurfæddur Fisker Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2016 11:24 Fisker Revero. Þegar hollenski bílaframleiðandinn Fisker Automotive kynnti Fisker Karma bíl sinn árið 2008 vakti hann strax gríðarmikla athygli fyrir fegurð. Fisker var tengiltvinnbíll með ríflega 400 hestafla drifrás. Bílar Fisker voru þó mjög dýrir og aðeins voru framleiddir 2.450 bílar fram til ársins 2012 er fyrirtækið varða að sækja um greiðslustöðvun. Í kjölfar þess keyptu kínverskir fjárfestar Fisker í því augnamiði að halda framleiðslunni áfram og ekki breyta bílnum í útliti. Nú er kominn á markað svo til óbreyttur bíll, Fisker Revero. Hann kostar 130.000 dollara en Fisker Karma hafði áður kostað 103.000 dollara. Fisker Karma bílarnir þóttu bila full mikið en vonandi hefur tekist að komast hjá þeim vandamálum með nýrri gerð hans. Hinn nýi Fisker Revero er eins og forverinn tengiltvinnbíll, nokkuð öflugri vegna öflugri rafmótora og rafhlaða. Áfram er þó í bílnum 260 hestafla brunavél frá General Motors, líkt og í forveranum. Fisker Revero er víst 5,4 sekúndur í hundraðið. Hann er nú kominn á markað, en tilvonandi kaupendur hans verða að vera loðnir um lófana vegna hás verð bílsins. Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent
Þegar hollenski bílaframleiðandinn Fisker Automotive kynnti Fisker Karma bíl sinn árið 2008 vakti hann strax gríðarmikla athygli fyrir fegurð. Fisker var tengiltvinnbíll með ríflega 400 hestafla drifrás. Bílar Fisker voru þó mjög dýrir og aðeins voru framleiddir 2.450 bílar fram til ársins 2012 er fyrirtækið varða að sækja um greiðslustöðvun. Í kjölfar þess keyptu kínverskir fjárfestar Fisker í því augnamiði að halda framleiðslunni áfram og ekki breyta bílnum í útliti. Nú er kominn á markað svo til óbreyttur bíll, Fisker Revero. Hann kostar 130.000 dollara en Fisker Karma hafði áður kostað 103.000 dollara. Fisker Karma bílarnir þóttu bila full mikið en vonandi hefur tekist að komast hjá þeim vandamálum með nýrri gerð hans. Hinn nýi Fisker Revero er eins og forverinn tengiltvinnbíll, nokkuð öflugri vegna öflugri rafmótora og rafhlaða. Áfram er þó í bílnum 260 hestafla brunavél frá General Motors, líkt og í forveranum. Fisker Revero er víst 5,4 sekúndur í hundraðið. Hann er nú kominn á markað, en tilvonandi kaupendur hans verða að vera loðnir um lófana vegna hás verð bílsins.
Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent