Vestfirsk upplýsingasíða fyrir ferðamenn sögð hafa ljóstrað upp um leyndarmál Hollywood Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2016 15:45 Frétt þar sem minnst var á að Jared Leto væri í leikarahópi Justice League fór á flug víða um heim. Vísir Vefsíðan Visit Westfjords varð á dögunum skyndilega miðpunktur frétta um mögulegt hlutverk hjartaknúsarans Jared Leto í myndinni Justice League sem tekinn verður upp að hluta á Vestfjörðum. Í frétt sem birtist á vefnum 1. september síðastliðinn er því haldið fram Jared Leto muni koma til landsins, ásamt fríðu föruneyti þekktra leikara, til þess að leika í myndinni Justice League en tökur á henni munu hefjast á næstu mánuðum í Djúpuvík. Mikið hefur verið slúðrað um að Leto muni bregða fyrir í myndinni sem Jókerinn, sem hann lék í myndinni Suicide Squad, en ekkert fengið staðfest í þeim efnum.Sjá einnig: Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice LeagueKvikmyndasíðan vinsæla Movie Pilot greip þetta á lofti og taldi sig hafa fengið staðfestingu á orðrómum um mögulegt hlutverk Leto í Justice League. Vitnar vefsíðan í frétt Visit Westfjords og spurði í leiðinni hvort að íslensk ferðamannasíða hafi í alvörunni ljóstrað upp um stóra leyndarmálið.Landslagið á Ströndum á íklega að vera frá framandi plánetu í myndinni.VísirUmferðin margfaldaðist Svo reyndist ekki vera líkt og fjallað hefur verið um víða erlendis í dag og í gær. Díanna Jóhannsdóttir, markaðstjóri Markaðsskrifstofu Vestfjarða og umsjónarmaður Visit Westfjords síðunnar segir að heimildir Markaðsskrifstofunnar fyrir komu Leto hafi ekki verið skotheldar. „Þetta var byggt á öðrum fréttum og getgátum,“ segir Díana í samtali við Vísi um fréttina sem fór svo víða. „Umferðin á síðuna hefur margfaldast en það er fínt að svona margir sjái myndir af Djúpuvík.“Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiÞrátt fyrir að Leto munu ekki láta sjá sig er alveg ljóst að tökur Justice League munu hefjast á næstu mánuðum í Djúpuvík og búist er við allt að tvö hundruð manna tökuliði mæti til Íslands vegna myndarinnar. Þá er von á að skemmtiferðaskip verði fengið á staðinn til að hýsa starfsliðið. Díana segir að lengi hafi verið stefnt að því að fá slíka framleiðslu til Vestfjarða en æ vinsælla verður að taka stórar kvikmyndir eða þætti upp á Íslandi og má þar nefna verkefni á borð við Star Wars, Game of Thrones og Interstellar. „Hingað hafa komið mjög fá verkefni og það er mjög skemmtilegt að þetta skuli detta inn og sérstaklega á svona stað eins og Djúpuvík sem er einstök náttúruperla. Við erum mjög spennt.“25 milljarða króna framleiðsla Myndin er í leikstjórn Zack Snyder og er áætlaður að kostnaður við gerð hennar nemi 220 milljónum dollara, um 25 milljörðum króna en hér fyrir neðan má sjá brot úr myndinni. Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Salóme Gunnarsdóttir munu leika í myndinni en Með helstu hlutverk í myndinni fara Ben Affleck og Jason Momoa sem Batman og Aquaman, Henry Cavill sem Superman, Gal Gadot sem WonderWoman, Ezra Miller sem The Flash og Ray Fisher sem Cyborg. Þá er kunnugleg andlit þar einnig á borð við Amy Adams sem Lois Lane, J.K. Simmons sem Gordon lögreglustjóri, Jesse Eisenberg sem Lex Luthor, Willem Dafoe sem Nuidis Vulko og Jeremy Irons sem Alfred Pennyworth. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Justice League tekin upp að hluta á Íslandi Frá þessu greinir Entertainment Weekly í dag. 22. febrúar 2016 20:32 Hörð viðbrögð aðdáenda leiddu til breytinga á væntanlegri Justice League-mynd „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði leikstjórinn Zack Snyder við fjölmiðla. 21. júní 2016 21:30 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Ingvar E. Sigurðsson í fyrstu stiklunni úr Justice League Verið var að frumsýna fyrstu stikluna úr myndinni sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust. 23. júlí 2016 19:56 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Vefsíðan Visit Westfjords varð á dögunum skyndilega miðpunktur frétta um mögulegt hlutverk hjartaknúsarans Jared Leto í myndinni Justice League sem tekinn verður upp að hluta á Vestfjörðum. Í frétt sem birtist á vefnum 1. september síðastliðinn er því haldið fram Jared Leto muni koma til landsins, ásamt fríðu föruneyti þekktra leikara, til þess að leika í myndinni Justice League en tökur á henni munu hefjast á næstu mánuðum í Djúpuvík. Mikið hefur verið slúðrað um að Leto muni bregða fyrir í myndinni sem Jókerinn, sem hann lék í myndinni Suicide Squad, en ekkert fengið staðfest í þeim efnum.Sjá einnig: Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice LeagueKvikmyndasíðan vinsæla Movie Pilot greip þetta á lofti og taldi sig hafa fengið staðfestingu á orðrómum um mögulegt hlutverk Leto í Justice League. Vitnar vefsíðan í frétt Visit Westfjords og spurði í leiðinni hvort að íslensk ferðamannasíða hafi í alvörunni ljóstrað upp um stóra leyndarmálið.Landslagið á Ströndum á íklega að vera frá framandi plánetu í myndinni.VísirUmferðin margfaldaðist Svo reyndist ekki vera líkt og fjallað hefur verið um víða erlendis í dag og í gær. Díanna Jóhannsdóttir, markaðstjóri Markaðsskrifstofu Vestfjarða og umsjónarmaður Visit Westfjords síðunnar segir að heimildir Markaðsskrifstofunnar fyrir komu Leto hafi ekki verið skotheldar. „Þetta var byggt á öðrum fréttum og getgátum,“ segir Díana í samtali við Vísi um fréttina sem fór svo víða. „Umferðin á síðuna hefur margfaldast en það er fínt að svona margir sjái myndir af Djúpuvík.“Sjá einnig: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiÞrátt fyrir að Leto munu ekki láta sjá sig er alveg ljóst að tökur Justice League munu hefjast á næstu mánuðum í Djúpuvík og búist er við allt að tvö hundruð manna tökuliði mæti til Íslands vegna myndarinnar. Þá er von á að skemmtiferðaskip verði fengið á staðinn til að hýsa starfsliðið. Díana segir að lengi hafi verið stefnt að því að fá slíka framleiðslu til Vestfjarða en æ vinsælla verður að taka stórar kvikmyndir eða þætti upp á Íslandi og má þar nefna verkefni á borð við Star Wars, Game of Thrones og Interstellar. „Hingað hafa komið mjög fá verkefni og það er mjög skemmtilegt að þetta skuli detta inn og sérstaklega á svona stað eins og Djúpuvík sem er einstök náttúruperla. Við erum mjög spennt.“25 milljarða króna framleiðsla Myndin er í leikstjórn Zack Snyder og er áætlaður að kostnaður við gerð hennar nemi 220 milljónum dollara, um 25 milljörðum króna en hér fyrir neðan má sjá brot úr myndinni. Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Salóme Gunnarsdóttir munu leika í myndinni en Með helstu hlutverk í myndinni fara Ben Affleck og Jason Momoa sem Batman og Aquaman, Henry Cavill sem Superman, Gal Gadot sem WonderWoman, Ezra Miller sem The Flash og Ray Fisher sem Cyborg. Þá er kunnugleg andlit þar einnig á borð við Amy Adams sem Lois Lane, J.K. Simmons sem Gordon lögreglustjóri, Jesse Eisenberg sem Lex Luthor, Willem Dafoe sem Nuidis Vulko og Jeremy Irons sem Alfred Pennyworth.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Justice League tekin upp að hluta á Íslandi Frá þessu greinir Entertainment Weekly í dag. 22. febrúar 2016 20:32 Hörð viðbrögð aðdáenda leiddu til breytinga á væntanlegri Justice League-mynd „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði leikstjórinn Zack Snyder við fjölmiðla. 21. júní 2016 21:30 Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54 Ingvar E. Sigurðsson í fyrstu stiklunni úr Justice League Verið var að frumsýna fyrstu stikluna úr myndinni sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust. 23. júlí 2016 19:56 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Justice League tekin upp að hluta á Íslandi Frá þessu greinir Entertainment Weekly í dag. 22. febrúar 2016 20:32
Hörð viðbrögð aðdáenda leiddu til breytinga á væntanlegri Justice League-mynd „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði leikstjórinn Zack Snyder við fjölmiðla. 21. júní 2016 21:30
Kristbjörg Kjeld, Ágústa Eva og Salóme einnig í Justice League Ingvar E. Sigurðsson einnig með hlutverk en leikurunum var flogið r til Lundúna fyrir rúmum mánuði til að taka upp atriðið. 25. júlí 2016 10:54
Ingvar E. Sigurðsson í fyrstu stiklunni úr Justice League Verið var að frumsýna fyrstu stikluna úr myndinni sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust. 23. júlí 2016 19:56