Ford Expedition úr áli Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2016 09:36 Ford Expedition. Ford smíðar nú þegar sinn besta sölubíl úr áli, þ.e. Ford F-150 pallbílinn. Ford ætlar þó áli að spila stærri þátt í framleiðslu sinni og mun bæta við stóra Expedition jeppanum í álfjölskylduna á næsta ári. Það kemur kannski ekki svo á óvart að Expedition verði fyrir valinu þar sem margt í þeim bíl er sameiginlegt með Ford F-150 pallbílnum. Stórir jeppar eins og Expedition eru ekki mjög sparsamir bílar, hvað þá með V8 vélar, en henni verður fórnað á næsta ári og bíllinn fær öfluga V6 EcoBoost vél með forþjöppu. Það mun enn frekar stuðla að minnkandi eyðslu en miklu munar að létta bílinn gríðarlega með áli í stað stáls. Með því að smíða Expedition úr áli vonast Ford til að auka mjög sölu bílsins, en stórir jeppar eru mjög vinsælir núna í Bandaríkjunum á tímum lágs eldsneytisverðs. Reyndar seljast stórir jeppar General Motors betur en frá Ford og Tahoe og Suburban bílar GM hafa slegið Expedition bíl Ford við í þeim efnum. Sala Tahoe og Suburban hefur t.d. aukist um ríflega 100.000 bíla fram til loka ágúst í ár samanborið við í fyrra. Ford ætlar að auka við framboð sitt í jeppum vegna mikillar eftirspurnar eftir þeim um heim allan og heyrst hefur að fyrirtækið muni kynna fjórar nýjar gerðir jeppa á næstunni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent
Ford smíðar nú þegar sinn besta sölubíl úr áli, þ.e. Ford F-150 pallbílinn. Ford ætlar þó áli að spila stærri þátt í framleiðslu sinni og mun bæta við stóra Expedition jeppanum í álfjölskylduna á næsta ári. Það kemur kannski ekki svo á óvart að Expedition verði fyrir valinu þar sem margt í þeim bíl er sameiginlegt með Ford F-150 pallbílnum. Stórir jeppar eins og Expedition eru ekki mjög sparsamir bílar, hvað þá með V8 vélar, en henni verður fórnað á næsta ári og bíllinn fær öfluga V6 EcoBoost vél með forþjöppu. Það mun enn frekar stuðla að minnkandi eyðslu en miklu munar að létta bílinn gríðarlega með áli í stað stáls. Með því að smíða Expedition úr áli vonast Ford til að auka mjög sölu bílsins, en stórir jeppar eru mjög vinsælir núna í Bandaríkjunum á tímum lágs eldsneytisverðs. Reyndar seljast stórir jeppar General Motors betur en frá Ford og Tahoe og Suburban bílar GM hafa slegið Expedition bíl Ford við í þeim efnum. Sala Tahoe og Suburban hefur t.d. aukist um ríflega 100.000 bíla fram til loka ágúst í ár samanborið við í fyrra. Ford ætlar að auka við framboð sitt í jeppum vegna mikillar eftirspurnar eftir þeim um heim allan og heyrst hefur að fyrirtækið muni kynna fjórar nýjar gerðir jeppa á næstunni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent