Engir dísilbílar Volkswagen til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2016 09:32 Engis Volkswagen bílar með dísilvél verða seldir á næstunni í Bandaríkjunum. Allt frá uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen síðasta haust hefur fyrirtækið ekki selt neina dísilbíla þarlendis. Það var þó ávallt meiningin að gefast ekki upp við sölu dísilbíla þar, þangað til ákvörðun var tekin af Volkswagen í síðustu viku að reyna ekki að markaðssetja þá í Bandaríkjunum á næstunni, hvað sem síðar verður. Þessi ákvörðun Volkswagen tengist væntanlega nýrri áherslu fyrirtækisins á rafmagnsbíla og líklegast hefst ný sókn Volkswagen í Bandaríkjunum með rafmagnsbílum, þá bæði með tengiltvinnbílum og hreinræktuðum rafmagnsbílum. Það þurfti reyndar enga ákvörðun frá hendi Volkswagen að hætta að selja dísilbíla sína um sinn í kjölfar dísilvélaskandalsins þar sem fyrirtækinu var einfaldlega bannað af bandarískum yfirvöldum að selja þá í landinu tímabundið og átti það einnig við önnur bílamerki innan Volkswagen bílafjölskyldunnar, svo sem Audi bíla með dísilvél. Fyrir dísilvélaskandalinn voru um 25% seldra Volkswagen bíla í Bandaríkjunum með dísilvél. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Allt frá uppgötvun dísilvélasvindls Volkswagen síðasta haust hefur fyrirtækið ekki selt neina dísilbíla þarlendis. Það var þó ávallt meiningin að gefast ekki upp við sölu dísilbíla þar, þangað til ákvörðun var tekin af Volkswagen í síðustu viku að reyna ekki að markaðssetja þá í Bandaríkjunum á næstunni, hvað sem síðar verður. Þessi ákvörðun Volkswagen tengist væntanlega nýrri áherslu fyrirtækisins á rafmagnsbíla og líklegast hefst ný sókn Volkswagen í Bandaríkjunum með rafmagnsbílum, þá bæði með tengiltvinnbílum og hreinræktuðum rafmagnsbílum. Það þurfti reyndar enga ákvörðun frá hendi Volkswagen að hætta að selja dísilbíla sína um sinn í kjölfar dísilvélaskandalsins þar sem fyrirtækinu var einfaldlega bannað af bandarískum yfirvöldum að selja þá í landinu tímabundið og átti það einnig við önnur bílamerki innan Volkswagen bílafjölskyldunnar, svo sem Audi bíla með dísilvél. Fyrir dísilvélaskandalinn voru um 25% seldra Volkswagen bíla í Bandaríkjunum með dísilvél.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent