Í hvaða borg Evrópu er hjóli fyrst stolið? Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2016 11:01 Skoda efndi til athygliverðrar keppni milli borga í Evrópu, en væntanlega munu borgaryfirvöld sigurvegarans ekki hafa fagnað ýkja mikið. Keppnin var nefnilega fólgin í því að finna út í hvaða borg fyrst yrði stolið hjóli sem skilið yrði eftir á áberandi og fjölförnum stað. Borgirnar sem valdar voru til þátttöku þessu sinni voru Róm, Amsterdam og Prag. Ástæðulaust er að láta upp í hvaða borg hjólinu var fyrst stolið, en til þess er rétt að horfa á myndskeiðið hér að ofan, sem er reyndar bráðskemmtilegt. Það tók “sigurvegarann” aðeins 22 mínútur og 40 sekúndur að næla í gullið, þ.e. þangað til þjófur stal hjólinu. Öllu lengur tók það í borginni sem hreppti silfrið, eða rétt innan við einn klukkutíma og 8 mínútur. Sú borg sem síðast kom í keppninni getur stært sig af því að þegar tæplega þrír klukkutímar voru liðnir var ekki enn búið að stela hjólinu. Bílar video Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent
Skoda efndi til athygliverðrar keppni milli borga í Evrópu, en væntanlega munu borgaryfirvöld sigurvegarans ekki hafa fagnað ýkja mikið. Keppnin var nefnilega fólgin í því að finna út í hvaða borg fyrst yrði stolið hjóli sem skilið yrði eftir á áberandi og fjölförnum stað. Borgirnar sem valdar voru til þátttöku þessu sinni voru Róm, Amsterdam og Prag. Ástæðulaust er að láta upp í hvaða borg hjólinu var fyrst stolið, en til þess er rétt að horfa á myndskeiðið hér að ofan, sem er reyndar bráðskemmtilegt. Það tók “sigurvegarann” aðeins 22 mínútur og 40 sekúndur að næla í gullið, þ.e. þangað til þjófur stal hjólinu. Öllu lengur tók það í borginni sem hreppti silfrið, eða rétt innan við einn klukkutíma og 8 mínútur. Sú borg sem síðast kom í keppninni getur stært sig af því að þegar tæplega þrír klukkutímar voru liðnir var ekki enn búið að stela hjólinu.
Bílar video Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent