Komdu bara, vetur! Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 07:00 Sumrinu mínu er lokið. Sumarfríið endaði í gær og er ég aftur mættur á skjálftavaktina, tilbúinn að snúa hjólum atvinnulífsins fram yfir dimman veturinn þar til aftur verður svo bjart að Halla og Stefán geta ekki sofnað. Þó ég trúi því að veturinn geri okkur að miklu leyti að þeirri baráttuþjóð sem við erum þýðir það ekki að ég hafi gaman af honum. Þvert á móti. Þegar ég var yngri var ekkert skemmtilegra en að vakna og líta út um gluggann og sjá ekkert nema hvítt. Þá var loksins hægt að fara í Kraftgallann (ég fékk aldrei Max-galla) og njóta undursins sem snjór var þá. Nú sé ég ekkert verra en snjó. Ég hata hann álíka mikið og Halla og Stefán hata RÚV. Skafa, festast, blautur í fæturna. Snjór er ömurlegur. Veturinn er erfiður enda fáar þjóðir jafnþakklátar og þegar vora tekur. Að þessu sinni tel ég mig samt tilbúnari í veturinn. Málið er að ég hef gert svo fjandi lítið undanfarin sumur þannig að ég á sjaldan minningar til að ylja mér við í gegnum harkið. Þetta sumar var þó algjör tilbreyting. Vikurnar þrjár með strákunum okkar í Frakklandi halda mér brosandi fram í nóvember, léttilega. Náttúrufegurðin, fólkið og kraftur Jarðbaðanna á Mývatni halda mér sterkum yfir jólin og áramótin og stressinu sem því öllu fylgir. Austfjarðaferðin heldur mér heilum á geði fram í mars og helgarnar tvær á Suðurlandinu eru svo stútfullar af glóandi sumarminningum að ég verð góður allt þar til fyrst sjást tíu gráður á mælinum að ári og sumarið hefst á ný. Það er meira en næg innistæða á sumar-minningabankanum þannig að veturinn má alveg koma fyrir mér.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Sumrinu mínu er lokið. Sumarfríið endaði í gær og er ég aftur mættur á skjálftavaktina, tilbúinn að snúa hjólum atvinnulífsins fram yfir dimman veturinn þar til aftur verður svo bjart að Halla og Stefán geta ekki sofnað. Þó ég trúi því að veturinn geri okkur að miklu leyti að þeirri baráttuþjóð sem við erum þýðir það ekki að ég hafi gaman af honum. Þvert á móti. Þegar ég var yngri var ekkert skemmtilegra en að vakna og líta út um gluggann og sjá ekkert nema hvítt. Þá var loksins hægt að fara í Kraftgallann (ég fékk aldrei Max-galla) og njóta undursins sem snjór var þá. Nú sé ég ekkert verra en snjó. Ég hata hann álíka mikið og Halla og Stefán hata RÚV. Skafa, festast, blautur í fæturna. Snjór er ömurlegur. Veturinn er erfiður enda fáar þjóðir jafnþakklátar og þegar vora tekur. Að þessu sinni tel ég mig samt tilbúnari í veturinn. Málið er að ég hef gert svo fjandi lítið undanfarin sumur þannig að ég á sjaldan minningar til að ylja mér við í gegnum harkið. Þetta sumar var þó algjör tilbreyting. Vikurnar þrjár með strákunum okkar í Frakklandi halda mér brosandi fram í nóvember, léttilega. Náttúrufegurðin, fólkið og kraftur Jarðbaðanna á Mývatni halda mér sterkum yfir jólin og áramótin og stressinu sem því öllu fylgir. Austfjarðaferðin heldur mér heilum á geði fram í mars og helgarnar tvær á Suðurlandinu eru svo stútfullar af glóandi sumarminningum að ég verð góður allt þar til fyrst sjást tíu gráður á mælinum að ári og sumarið hefst á ný. Það er meira en næg innistæða á sumar-minningabankanum þannig að veturinn má alveg koma fyrir mér.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun