Ferrari smíðar einn LaFerrari enn til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2016 09:13 Ferrari LaFerrari. Ferrari smíðaði allt til ársins 2015 ein 499 eintök af ofurbílnum LaFerrari og ekki stóð til að fjölga þeim. Forstjóra ítalska sportbílaframleiðandans, Sergio Marchionne, er þó fátt mannlegt óviðkomandi og hefur hann ákveðið að smíða eitt eintak af bílnum enn og bjóða hann upp til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna sem riðið hafa yfir Ítalíu nýverið. Bíllinn verður boðinn upp og allt eins má búast við að þetta fimm hundraðasta eintak seljist á meira en þá 1,3 milljón dollara sem hin eintök bílsins kostuðu. Því gætu safnast hátt í 200 milljónir króna til styrktar fórnarlömbunum á jarðskjálftasvæðinu ef vel verður í boðið. Ferrari LaFerrari er enginn venjulegur sportbíll því hann er með 949 hestafla drifrás sem samanstendur af V12 brunavél og öflugum rafmótorum. Fyrir vikið er þessi bíll einn hraðasti bíll sögunnar og öll eintökin sem til eru af honum teljast söfnunareintök sem eiga jafnvel eftir að hækka í verði með árunum. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent
Ferrari smíðaði allt til ársins 2015 ein 499 eintök af ofurbílnum LaFerrari og ekki stóð til að fjölga þeim. Forstjóra ítalska sportbílaframleiðandans, Sergio Marchionne, er þó fátt mannlegt óviðkomandi og hefur hann ákveðið að smíða eitt eintak af bílnum enn og bjóða hann upp til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna sem riðið hafa yfir Ítalíu nýverið. Bíllinn verður boðinn upp og allt eins má búast við að þetta fimm hundraðasta eintak seljist á meira en þá 1,3 milljón dollara sem hin eintök bílsins kostuðu. Því gætu safnast hátt í 200 milljónir króna til styrktar fórnarlömbunum á jarðskjálftasvæðinu ef vel verður í boðið. Ferrari LaFerrari er enginn venjulegur sportbíll því hann er með 949 hestafla drifrás sem samanstendur af V12 brunavél og öflugum rafmótorum. Fyrir vikið er þessi bíll einn hraðasti bíll sögunnar og öll eintökin sem til eru af honum teljast söfnunareintök sem eiga jafnvel eftir að hækka í verði með árunum.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent