Fengu standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins í Feneyjum: Allir krakkaleikarnir viðstaddir Stefán Árni Pálsson skrifar 1. september 2016 16:30 Hjartasteins teymið í Feneyjum Mynd/Moris Puccio „Þetta er auðvitað alveg einstakt. Við verðum með alla níu aðal krakkaleikarana (13-19 ára) í myndinni viðstadda heimsfrumsýninguna í Feneyjum, á elstu kvikmyndahátíð heims, þar sem íslensk mynd hefur aldrei áður verið í keppni,“ segir Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins sem var frumsýnd í dag á kvikmyndahátíð í Feneyjum. Anton er staddur út í Feneyjum með íslenska hópnum. „Þetta gekk bara ótrúlega vel og stóðu áhorfendur upp að sýningunni lokið og klöppuðu vel fyrir myndinni. Síðan fóru leikararnir upp á svið og voru spurð spjörunum úr. Þetta hefði í raun ekki getað farið betur fyrir okkur.“ Um er að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina sem keppir til verðlauna á einni allra virtustu og elstu kvikmyndahátíð heims, kvikmyndahátíðinni Venice í Feneyjum, sem er 73 ára í ár og verður haldin frá 31.ágúst – 10.september. Kvikmyndin er ein af aðeins ellefu völdum myndum í keppnisflokk Venice Days hluta hátíðarinnar en hátt í þúsund myndir hvaðanæva frá heiminum sækja um. Hjartasteinn keppir um þrenn verðlaun í sínum flokki ásamt því að keppa um „Luigi De Laurentiis Award - Lion of the Future,“ 100.000 dollara peningaverðlaun sem allar fyrstu myndir leikstjóra keppa um þvert yfir alla flokka Feneyja hátíðarinnar. Um fjörutíu manns voru viðstaddir frumsýninguna frá Íslandi og er stemningin í hópnum góð.Aðalleikararnir eru þeir Baldur Einarsson og Blær Hinriksson.Ingibjörg TorfadóttirKvikmyndin er fyrsta mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar í fullri lengd, en hann hefur áður gert stuttmyndir sem hafa ferðast um yfir 200 hátíðir víðsvegar um heiminn og unnið til yfir 50 alþjóðlegra verðlauna, ber þar hæst að nefna myndina Hvalfjörður sem vann til verðlauna í aðalkeppninni í kvikmyndahátíðinni í Cannes 2013 og var einnig tilnefnd til Evrópsku Kvikmyndaverðlaunanna. Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Þetta er örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inní unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 í Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Vopnafirði og Dyrhólaey. Með helstu hlutverk fara ungstirnin Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Daniel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson ásamt þeim þaulreyndu Nínu Dögg Filippusdóttur, Sveini Ólafi Gunnarssyni, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Søren Malling og Gunnari Jónssyni. Framleiðendur Hjartasteins eru Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Join Motion Pictures og Lise Orheim Stender og Jesper Morthorst fyrir hið danska framleiðslufyrirtæki SF Studios Production. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hjartasteinn á Feneyjahátíðinni Íslenska kvikmyndin Hjartasteinn hefur verið valin í aðalkeppni Venice Days hluta kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Róm í dag. Leikstjóri myndarinnar er Guðmundur Arnar Guðmundsson og getur mynd hans unnið til fernra verðlauna á hátíðinni en þessi hátið er ein allra virtasta hátíð heims ásamt því að vera sú elsta. 26. júlí 2016 10:30 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Þetta er auðvitað alveg einstakt. Við verðum með alla níu aðal krakkaleikarana (13-19 ára) í myndinni viðstadda heimsfrumsýninguna í Feneyjum, á elstu kvikmyndahátíð heims, þar sem íslensk mynd hefur aldrei áður verið í keppni,“ segir Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins sem var frumsýnd í dag á kvikmyndahátíð í Feneyjum. Anton er staddur út í Feneyjum með íslenska hópnum. „Þetta gekk bara ótrúlega vel og stóðu áhorfendur upp að sýningunni lokið og klöppuðu vel fyrir myndinni. Síðan fóru leikararnir upp á svið og voru spurð spjörunum úr. Þetta hefði í raun ekki getað farið betur fyrir okkur.“ Um er að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina sem keppir til verðlauna á einni allra virtustu og elstu kvikmyndahátíð heims, kvikmyndahátíðinni Venice í Feneyjum, sem er 73 ára í ár og verður haldin frá 31.ágúst – 10.september. Kvikmyndin er ein af aðeins ellefu völdum myndum í keppnisflokk Venice Days hluta hátíðarinnar en hátt í þúsund myndir hvaðanæva frá heiminum sækja um. Hjartasteinn keppir um þrenn verðlaun í sínum flokki ásamt því að keppa um „Luigi De Laurentiis Award - Lion of the Future,“ 100.000 dollara peningaverðlaun sem allar fyrstu myndir leikstjóra keppa um þvert yfir alla flokka Feneyja hátíðarinnar. Um fjörutíu manns voru viðstaddir frumsýninguna frá Íslandi og er stemningin í hópnum góð.Aðalleikararnir eru þeir Baldur Einarsson og Blær Hinriksson.Ingibjörg TorfadóttirKvikmyndin er fyrsta mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar í fullri lengd, en hann hefur áður gert stuttmyndir sem hafa ferðast um yfir 200 hátíðir víðsvegar um heiminn og unnið til yfir 50 alþjóðlegra verðlauna, ber þar hæst að nefna myndina Hvalfjörður sem vann til verðlauna í aðalkeppninni í kvikmyndahátíðinni í Cannes 2013 og var einnig tilnefnd til Evrópsku Kvikmyndaverðlaunanna. Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Þetta er örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inní unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 í Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, Vopnafirði og Dyrhólaey. Með helstu hlutverk fara ungstirnin Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Daniel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson ásamt þeim þaulreyndu Nínu Dögg Filippusdóttur, Sveini Ólafi Gunnarssyni, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Søren Malling og Gunnari Jónssyni. Framleiðendur Hjartasteins eru Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Join Motion Pictures og Lise Orheim Stender og Jesper Morthorst fyrir hið danska framleiðslufyrirtæki SF Studios Production.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hjartasteinn á Feneyjahátíðinni Íslenska kvikmyndin Hjartasteinn hefur verið valin í aðalkeppni Venice Days hluta kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Róm í dag. Leikstjóri myndarinnar er Guðmundur Arnar Guðmundsson og getur mynd hans unnið til fernra verðlauna á hátíðinni en þessi hátið er ein allra virtasta hátíð heims ásamt því að vera sú elsta. 26. júlí 2016 10:30 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hjartasteinn á Feneyjahátíðinni Íslenska kvikmyndin Hjartasteinn hefur verið valin í aðalkeppni Venice Days hluta kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Róm í dag. Leikstjóri myndarinnar er Guðmundur Arnar Guðmundsson og getur mynd hans unnið til fernra verðlauna á hátíðinni en þessi hátið er ein allra virtasta hátíð heims ásamt því að vera sú elsta. 26. júlí 2016 10:30