Þjóðverjar segja Fiat Chrysler með svindlhugbúnað Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2016 16:33 Fiat 500X. Í maí síðastliðnum hótuðu þýsk yfirvöld að banna sölu Fiat Chrysler bíla í Þýskalandi þar sem þeir væri með svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum. Þennan búnað töldu þau þeir sig hafa fundið í bílgerðinni Fiat 500X. Það varð til þess að ítölsk yfirvöld tóku bílinn til rannsóknar og sögðust í kjölfarið ekki hafa fundið svindlhugbúnað í bílnum. Ekki gáfust þjóðverjarnir upp við þá tilkynningu og rannsökuðu fleiri bíla sem framleiddir eru af Fiat Chrysler og niðurstöður þess voru að í þremur öðrum bílgerðum er búnaður sem slekkur á mengunarvörn þeirra. Á þetta við Fiat Doblo, Jeep Renegade og tvær gerðir Fiat 500X bílsins. Þýsk yfirvöld hafa nú tilkynnt niðurstöður sínar til Evrópusambandsins og Samgönguráðuneytis Ítalíu. Þar hvetja þau ítölsk yfirvöld að rannsaka þessar bílgerðir frekar. Það afsakar engan veginn gjörðir Volkswagen að útbúa bíla sína svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum, en það er þó full ástæða fyrir þýsk yfirvöld að benda á slíkt hið sama hjá öðrum framleiðendum, ef slíkur búnaður er til staðar. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Í maí síðastliðnum hótuðu þýsk yfirvöld að banna sölu Fiat Chrysler bíla í Þýskalandi þar sem þeir væri með svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum. Þennan búnað töldu þau þeir sig hafa fundið í bílgerðinni Fiat 500X. Það varð til þess að ítölsk yfirvöld tóku bílinn til rannsóknar og sögðust í kjölfarið ekki hafa fundið svindlhugbúnað í bílnum. Ekki gáfust þjóðverjarnir upp við þá tilkynningu og rannsökuðu fleiri bíla sem framleiddir eru af Fiat Chrysler og niðurstöður þess voru að í þremur öðrum bílgerðum er búnaður sem slekkur á mengunarvörn þeirra. Á þetta við Fiat Doblo, Jeep Renegade og tvær gerðir Fiat 500X bílsins. Þýsk yfirvöld hafa nú tilkynnt niðurstöður sínar til Evrópusambandsins og Samgönguráðuneytis Ítalíu. Þar hvetja þau ítölsk yfirvöld að rannsaka þessar bílgerðir frekar. Það afsakar engan veginn gjörðir Volkswagen að útbúa bíla sína svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum, en það er þó full ástæða fyrir þýsk yfirvöld að benda á slíkt hið sama hjá öðrum framleiðendum, ef slíkur búnaður er til staðar.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent