Audi A9 rafmagnsbíll með 500 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 11:07 Audi A9, eingöngu drifinn áfram með rafmagni. Það er ljóst að þeim hjá Audi er full alvara með rafmagnsbílasmíði sinni. Audi hefur nú tilkynnt um smíði mjög langdrægs stórs fólksbíls sem óhætt verður að skilgreina sem flaggskipsins í bílaflota Audi. Á hann að koma á göturnar áður en áratugurinn er á enda. Þessi bíll mun væntanlega fá stafina A9, enda stærri en A8 og hann verður eingöngu drifinn áfram af rafmagni. A9 á að komast ríflega 500 km á hverri hleðslu, sem er ámóta langt og nýjasti Tesla Model S P100D bíllinn. Audi A9 rafmagnsbíllinn mun fá meira en 400 hestöfl sem koma frá 3 rafmagnsmótorum. Það er sama drifrásin og verður í nýjum tilvonandi Audi Q6 e-tron jeppa. Rupert Stadler forstjóri Audi lét hafa eftir sér um leið og hann kynnti áformin um A9 að árið 2025 verði fjórði hver bíll sem framleiddur verður af Audi rafmagnsbíll. Audi A9 á að geta ekið sjálfur, en áhersluatriði Audi verður ekki á þá tækni bílsins, heldur á hann að vera svo góður akstursbíll að eigendur hans vilji miklu fremur aka bílnum sjálfir. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
Það er ljóst að þeim hjá Audi er full alvara með rafmagnsbílasmíði sinni. Audi hefur nú tilkynnt um smíði mjög langdrægs stórs fólksbíls sem óhætt verður að skilgreina sem flaggskipsins í bílaflota Audi. Á hann að koma á göturnar áður en áratugurinn er á enda. Þessi bíll mun væntanlega fá stafina A9, enda stærri en A8 og hann verður eingöngu drifinn áfram af rafmagni. A9 á að komast ríflega 500 km á hverri hleðslu, sem er ámóta langt og nýjasti Tesla Model S P100D bíllinn. Audi A9 rafmagnsbíllinn mun fá meira en 400 hestöfl sem koma frá 3 rafmagnsmótorum. Það er sama drifrásin og verður í nýjum tilvonandi Audi Q6 e-tron jeppa. Rupert Stadler forstjóri Audi lét hafa eftir sér um leið og hann kynnti áformin um A9 að árið 2025 verði fjórði hver bíll sem framleiddur verður af Audi rafmagnsbíll. Audi A9 á að geta ekið sjálfur, en áhersluatriði Audi verður ekki á þá tækni bílsins, heldur á hann að vera svo góður akstursbíll að eigendur hans vilji miklu fremur aka bílnum sjálfir.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent