Bandaríkjamenn óku 2,5 billjón km á fyrri helmingi ársins Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 12:00 Þung bílaumferð í Bandaríkjunum. Í bílalandinu Bandaríkjunum er mikið ekið og vegalengdir langar milli staða. Aldrei hafa Bandaríkjamenn þó ekið meira en í ár og var nýtt met slegið á fyrri helmingi þess og aukningin 3,3% frá því í fyrra. Samtals óku Bandaríkjamenn 2,5 billjón kílómetra á fyrstu 6 mánuðum ársins, en það samsvarar 500 ferðum til plánetunnar Plútó. Ferðagleði Bandaríkjamanna nú skýrist að einhverju leiti á lágu eldsneytisverði, en meðalverðið á bensíni í landinu er nú 2,2 dollarar á gallonið, en það samsvarar 67,5 krónum á hvern lítra. Það er um þriðjungur bensínsverðs hér á landi. Bensínverð er 15% lægra í Bandaríkjunum í ár en í fyrra. Annað sem bent er á sem skýringu á auknum akstri er hækkandi flugfargjöld í landinu og fyrir vikið velja fleiri og fleiri að fara akandi. Akstur bíla náði ákveðinni lægð í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008 en hefur verið stigvaxandi síðan. Skráðir bílar í Bandaríkjunum eru nú 260 milljónir og því var hverjum þeirra ekið 9.777 km á fyrri helmingi ársins og það samsvarar um 19.500 km akstri á ári. Það er nokkuð mikill akstur á hvern bíl, en algengur meðalakstur hér á landi er 15.000 km á ári. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir
Í bílalandinu Bandaríkjunum er mikið ekið og vegalengdir langar milli staða. Aldrei hafa Bandaríkjamenn þó ekið meira en í ár og var nýtt met slegið á fyrri helmingi þess og aukningin 3,3% frá því í fyrra. Samtals óku Bandaríkjamenn 2,5 billjón kílómetra á fyrstu 6 mánuðum ársins, en það samsvarar 500 ferðum til plánetunnar Plútó. Ferðagleði Bandaríkjamanna nú skýrist að einhverju leiti á lágu eldsneytisverði, en meðalverðið á bensíni í landinu er nú 2,2 dollarar á gallonið, en það samsvarar 67,5 krónum á hvern lítra. Það er um þriðjungur bensínsverðs hér á landi. Bensínverð er 15% lægra í Bandaríkjunum í ár en í fyrra. Annað sem bent er á sem skýringu á auknum akstri er hækkandi flugfargjöld í landinu og fyrir vikið velja fleiri og fleiri að fara akandi. Akstur bíla náði ákveðinni lægð í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008 en hefur verið stigvaxandi síðan. Skráðir bílar í Bandaríkjunum eru nú 260 milljónir og því var hverjum þeirra ekið 9.777 km á fyrri helmingi ársins og það samsvarar um 19.500 km akstri á ári. Það er nokkuð mikill akstur á hvern bíl, en algengur meðalakstur hér á landi er 15.000 km á ári.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir