Bíó og sjónvarp

Of margir mættu á forsýningu Eiðsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Egill og Baltasar faðmast hér. Troðið var í Smárabíó.
Ólafur Egill og Baltasar faðmast hér. Troðið var í Smárabíó. vísir/eyþór
Fullt var út úr dyrum þegar íslenska kvikmyndin Eiðurinn var forsýnd í Smárabíó í gærkvöldi. Baltasar Kormákur og Ólafur Egill Egilsson eru handritshöfundar myndarinnar og leikur Baltasar einnig aðalhlutverkið í Eiðnum.

Baltasar framleiðir myndina ásamt Magnúsi Viðari Sigurðssyni og RVK Studios. Myndin fjallar um lækninn Finn sem lendir í vandræðum eftir að dóttir hans hefur samband með hættulegum glæpamanni.

Mætingin á forsýninguna var með hreinum ólíkindum og fyllti leikstjórinn og leikarinn Smárabíó eins og það leggur sig. Myndin var sýnd í nokkrum sölum og ræðuhöldum Baltasars var varpað frá aðalsalnum yfir í hina salina. Mætingin var það góð að ekki var pláss fyrir alla og þurftu gestir frá að hverfa. Öll fengu þau miða á myndina og geta séð Eiðinn síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×