Þrestir tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2016 09:50 Úr myndinni Þrestir. vísir Kvikmyndin Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Alls eru fimm kvikmyndirnar tilnefndar í ár en verðlaunin verða afhent 1. nóvember í Kaupmannahöfn. Kvikmyndirnar sem tilnefndar eru þykja framúrskarandi í alþjóðlegu samhengi og hafa unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum um allan heim. Í fyrra bar myndin Fúsi eftir Dag Kára sigur úr býtum en þess má geta að sigurvegari Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs hlýtur að launum 350.000 danskar krónur, eða rúmar 6 milljónir íslenskra króna. Verðlaunamyndin þarf að vera runnin undan rifjum Norrænnar menningar og af miklum listrænum gæðum. Hún á einnig að vera framúrskarandi hvað varðar listrænan frumleika og flétta saman á fágðan máta undirstöðuatriðum kvikmyndalistarinnar svo úr verði sannfærandi heild. Að mati dómnefnda hafa þær fimm myndir sem tilnefndar eru að þessu sinni til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs einmitt þessa kosti til að bera, en myndirnar fimm eru:DanmörkUnder sandet eftir Martin Zandvliet (leikstjóra og handritshöfund) og Mikael Rieks (framleiðanda) Eitt er að segja hrífandi þroskasögu einstaklings. Annað er að sviðsetja brot úr mannkynssögunni svo að áhorfandanum finnist hann virkilega á staðnum. Og enn annað er að þora að ögra danskri þjóðarsál svo að undan svíði. Í Under sandetleysir Martin Zandvliet allt ofantalið áreynslulaust af hendi með nánast óbærilega áleitinni frásögn af þýskum hermönnum á táningsaldri, sem voru neyddir til að hreinsa jarðsprengjur við vesturströnd Jótlands eftir seinni heimsstyrjöld. Under sandet er mynd sem hefur óhjákvæmilega djúp áhrif á sýn áhorfandans á mannlegt eðli og danska þjóðarsál. FinnlandHymyilevä mies eftir Juho Kuosmanen (leikstjóra og handritshöfund), Mikko Myllylahti (handritshöfund) og Jussi Rantamäki (framleiðanda) Hvort vilt þú heldur verða heimsmeistari eða meistari eigin lífs? Á yfirborðinu er Hymyilevä mies kvikmynd um tiltekið tímaskeið, sem byggir á ævi raunverulegrar persónu, en í kjarna hennar liggur hinn aldagamli vandi að þurfa að velja á milli ástar og velgengni. Juho Kuosmanen leikstýrir þessari fyrstu mynd sinni í fullri lengd af miklu öryggi. Hrífandi og lágstemmd kímni í bland við nostalgískan blæinn á svarthvítri kvikmyndatöku Jani-Petteri Passi er fyrirtaks umgjörð um frábæra frammistöðu leikarahópsins. ÍslandÞrestir eftir Rúnar Rúnarsson (leikstjóra og handritshöfund) og Mikkel Jersin (framleiðanda) Þrestir er þroskasaga unglingsdrengsins Ara, en tilvera hans umbyltist þegar móðir hans ákveður að flytja til útlanda með eiginmanni sínum. Ari á ekki annarra kosta völ en að yfirgefa Reykjavík og flytja á æskuslóðirnar á Vestfjörðum, til áfengissjúks föður sem hann hefur ekki hitt í mörg ár. Í myndinni má finna ýmis stef sem jafnan einkenna þroskasögur, einkum hvað snertir samband föður og sonar frá sjónarhorni hins afskipta barns. Samskipti Ara við kvenfólk koma einnig við sögu og samband þeirra æskuvinkonunnar Láru er miðlægt í frásögninni. Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson hefur þróað áberandi persónulegan stíl sem byggir á hárfínum athugunum á hefðbundinni íslenskri menningu og fagurfræði og samspili þessara þátta við nútímahugsunarhátt, en þetta er oftar en ekki sett fram samhliða þeim flækjum sem vöxtur og þroski hafa í för með sér. Í Þröstum eru þessi stef undirstrikuð af því sálarstríði sem hlýst af því að hin gamla og nýja tilvera Ara mætast, svo og hefðbundnum gildum sem líða undir lok og þeim erfiðu málamiðlunum sem fylgja því að fullorðnast. NoregurLouder Than Bombs eftir Joachim Trier (leikstjóra og handritshöfund), Eskil Vogt (handritshöfund) og Thomas Robsahm (framleiðanda) Louder Than Bombs eftir Joachim Trier er athugun á sorginni, eða nánar til tekið því hvernig hún birtist hjá föður og tveimur sonum hans, þremur árum eftir andlát móðurinnar. Móðirin hefur skilið eftir sig litla fjölskyldu sem tengist ástríkum en flóknum böndum. Feðgarnir reyna af öllum mætti að ná hver til annars og að tala saman um sorgina og eigin tilveru. Joachim Trier og handritshöfundurinn Eskil Vogt, sem áður hafa átt gott samstarf sín á milli, lýsa þessum aðstæðum af stillingu, með samfelldu flæði, frumlegu myndmáli og umhyggju fyrir ólíku tilfinningalegu ástandi persónanna. Trier lætur sér annt um persónur sínar. Og í innsta kjarna sögunnar eru minningar, þrá og söknuður eftir látinni konu. SvíþjóðFramhaldslíf (Efterskalv) eftir Magnus von Horn (leikstjóra og handritshöfund) og Madeleine Ekman (framleiðanda) Framhaldslíf (Efterskalv) eftir Magnus von Horn er tímalaus kvikmynd sem kemur áhorfandanum á óvart með því að tefla sígildum siðferðislegum spurningum fram með óvæntum hætti. Líkt og Boðorðin tíu eftir Krzysztof Kieślowski fjallar Framhaldslíf um gangverk ofbeldisins og hversdagslegar birtingarmyndir þess á lágstemmdan og kraftmikinn hátt, með myndatöku sem sýnir bæði landslag og einstaklinga í prísund víðáttumikillar auðnar. Stíllinn er þéttur og sjónrænn og fer vel við frásögn þar sem hið ósagða hefur sömu vigt og knöpp samtöl persónanna. Ennfremur stuðlar viðkvæmt samspil milli persóna feðganna í myndinni að því að Framhaldslíf er óvenju þroskuð frumraun sem þegar hefur yfirbragð sígilds verks.Hér að neðan má sjá brot úr öllum myndunum fimm. Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Alls eru fimm kvikmyndirnar tilnefndar í ár en verðlaunin verða afhent 1. nóvember í Kaupmannahöfn. Kvikmyndirnar sem tilnefndar eru þykja framúrskarandi í alþjóðlegu samhengi og hafa unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum um allan heim. Í fyrra bar myndin Fúsi eftir Dag Kára sigur úr býtum en þess má geta að sigurvegari Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs hlýtur að launum 350.000 danskar krónur, eða rúmar 6 milljónir íslenskra króna. Verðlaunamyndin þarf að vera runnin undan rifjum Norrænnar menningar og af miklum listrænum gæðum. Hún á einnig að vera framúrskarandi hvað varðar listrænan frumleika og flétta saman á fágðan máta undirstöðuatriðum kvikmyndalistarinnar svo úr verði sannfærandi heild. Að mati dómnefnda hafa þær fimm myndir sem tilnefndar eru að þessu sinni til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs einmitt þessa kosti til að bera, en myndirnar fimm eru:DanmörkUnder sandet eftir Martin Zandvliet (leikstjóra og handritshöfund) og Mikael Rieks (framleiðanda) Eitt er að segja hrífandi þroskasögu einstaklings. Annað er að sviðsetja brot úr mannkynssögunni svo að áhorfandanum finnist hann virkilega á staðnum. Og enn annað er að þora að ögra danskri þjóðarsál svo að undan svíði. Í Under sandetleysir Martin Zandvliet allt ofantalið áreynslulaust af hendi með nánast óbærilega áleitinni frásögn af þýskum hermönnum á táningsaldri, sem voru neyddir til að hreinsa jarðsprengjur við vesturströnd Jótlands eftir seinni heimsstyrjöld. Under sandet er mynd sem hefur óhjákvæmilega djúp áhrif á sýn áhorfandans á mannlegt eðli og danska þjóðarsál. FinnlandHymyilevä mies eftir Juho Kuosmanen (leikstjóra og handritshöfund), Mikko Myllylahti (handritshöfund) og Jussi Rantamäki (framleiðanda) Hvort vilt þú heldur verða heimsmeistari eða meistari eigin lífs? Á yfirborðinu er Hymyilevä mies kvikmynd um tiltekið tímaskeið, sem byggir á ævi raunverulegrar persónu, en í kjarna hennar liggur hinn aldagamli vandi að þurfa að velja á milli ástar og velgengni. Juho Kuosmanen leikstýrir þessari fyrstu mynd sinni í fullri lengd af miklu öryggi. Hrífandi og lágstemmd kímni í bland við nostalgískan blæinn á svarthvítri kvikmyndatöku Jani-Petteri Passi er fyrirtaks umgjörð um frábæra frammistöðu leikarahópsins. ÍslandÞrestir eftir Rúnar Rúnarsson (leikstjóra og handritshöfund) og Mikkel Jersin (framleiðanda) Þrestir er þroskasaga unglingsdrengsins Ara, en tilvera hans umbyltist þegar móðir hans ákveður að flytja til útlanda með eiginmanni sínum. Ari á ekki annarra kosta völ en að yfirgefa Reykjavík og flytja á æskuslóðirnar á Vestfjörðum, til áfengissjúks föður sem hann hefur ekki hitt í mörg ár. Í myndinni má finna ýmis stef sem jafnan einkenna þroskasögur, einkum hvað snertir samband föður og sonar frá sjónarhorni hins afskipta barns. Samskipti Ara við kvenfólk koma einnig við sögu og samband þeirra æskuvinkonunnar Láru er miðlægt í frásögninni. Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson hefur þróað áberandi persónulegan stíl sem byggir á hárfínum athugunum á hefðbundinni íslenskri menningu og fagurfræði og samspili þessara þátta við nútímahugsunarhátt, en þetta er oftar en ekki sett fram samhliða þeim flækjum sem vöxtur og þroski hafa í för með sér. Í Þröstum eru þessi stef undirstrikuð af því sálarstríði sem hlýst af því að hin gamla og nýja tilvera Ara mætast, svo og hefðbundnum gildum sem líða undir lok og þeim erfiðu málamiðlunum sem fylgja því að fullorðnast. NoregurLouder Than Bombs eftir Joachim Trier (leikstjóra og handritshöfund), Eskil Vogt (handritshöfund) og Thomas Robsahm (framleiðanda) Louder Than Bombs eftir Joachim Trier er athugun á sorginni, eða nánar til tekið því hvernig hún birtist hjá föður og tveimur sonum hans, þremur árum eftir andlát móðurinnar. Móðirin hefur skilið eftir sig litla fjölskyldu sem tengist ástríkum en flóknum böndum. Feðgarnir reyna af öllum mætti að ná hver til annars og að tala saman um sorgina og eigin tilveru. Joachim Trier og handritshöfundurinn Eskil Vogt, sem áður hafa átt gott samstarf sín á milli, lýsa þessum aðstæðum af stillingu, með samfelldu flæði, frumlegu myndmáli og umhyggju fyrir ólíku tilfinningalegu ástandi persónanna. Trier lætur sér annt um persónur sínar. Og í innsta kjarna sögunnar eru minningar, þrá og söknuður eftir látinni konu. SvíþjóðFramhaldslíf (Efterskalv) eftir Magnus von Horn (leikstjóra og handritshöfund) og Madeleine Ekman (framleiðanda) Framhaldslíf (Efterskalv) eftir Magnus von Horn er tímalaus kvikmynd sem kemur áhorfandanum á óvart með því að tefla sígildum siðferðislegum spurningum fram með óvæntum hætti. Líkt og Boðorðin tíu eftir Krzysztof Kieślowski fjallar Framhaldslíf um gangverk ofbeldisins og hversdagslegar birtingarmyndir þess á lágstemmdan og kraftmikinn hátt, með myndatöku sem sýnir bæði landslag og einstaklinga í prísund víðáttumikillar auðnar. Stíllinn er þéttur og sjónrænn og fer vel við frásögn þar sem hið ósagða hefur sömu vigt og knöpp samtöl persónanna. Ennfremur stuðlar viðkvæmt samspil milli persóna feðganna í myndinni að því að Framhaldslíf er óvenju þroskuð frumraun sem þegar hefur yfirbragð sígilds verks.Hér að neðan má sjá brot úr öllum myndunum fimm.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira