Kærasti óskast Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 00:00 Ég er að leita að kærasta. Ég hef verið einhleyp í 23 ár, þ.e. síðan ég fæddist, og mig langar að sanna fyrir foreldrum mínum að það sé ekki eitthvað alvarlegt að mér. Kærastinn minn verður þó að uppfylla ákveðin skilyrði. Hann þarf að vera sætur, skemmtilegur og klár. Hann má ekki gera grín að mér fyrir að hafa farið tvisvar á One Direction tónleika á gamalsaldri og ég vil að hann sé heilsuhraustur, aðallega vegna þess að það er svo hryllilega dýrt að verða veikur. Þannig má hann hvorki vera hræddur við rottur né krefjast þess að hjúkrunarfræðingurinn sem hlúir að honum hafi sofið í meira en þrjá klukkutíma. Kærastinn minn verður líka að vera tilbúinn til að flytja með mér til Noregs en hér á landi hafa svokölluð „tækifæri“ lengi verið af skornum skammti. Hann þyrfti raunar helst að vera u.þ.b. 35 árum eldri en ég og eiga íbúð, 100% skuldlaust. Mér, ungum öreiga á hugvísindasviði, virðist nefnilega ekki ætlaður sá munaður að kaupa faste1gn áður en ég dey. Kærastinn minn verður auk þess að vera hátekjumaður, t.d. verkfræðingur eða bankastjóri, svo að hagsmuna annars okkar sé alveg örugglega gætt. Mér þætti ég að lokum hafa dottið á bólakaf í lukkupottinn ef hann ætti flennihaug af fiskveiðikvóta eða hefði yfir að ráða einokunarstöðu á mjólkurvörumarkaði. Þá gæti hann hjálpað mér með námslánin. Þannig að... Kærasti óskast: 23 ára, ljóshærð og lífsglöð kona í BA-námi í íslensku leitar að hraustum, sextugum kvótakóngi. Eigið húsnæði er skilyrði. Svara öllum skilaboðum. Öllum. Framtíð mín er í húfi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun
Ég er að leita að kærasta. Ég hef verið einhleyp í 23 ár, þ.e. síðan ég fæddist, og mig langar að sanna fyrir foreldrum mínum að það sé ekki eitthvað alvarlegt að mér. Kærastinn minn verður þó að uppfylla ákveðin skilyrði. Hann þarf að vera sætur, skemmtilegur og klár. Hann má ekki gera grín að mér fyrir að hafa farið tvisvar á One Direction tónleika á gamalsaldri og ég vil að hann sé heilsuhraustur, aðallega vegna þess að það er svo hryllilega dýrt að verða veikur. Þannig má hann hvorki vera hræddur við rottur né krefjast þess að hjúkrunarfræðingurinn sem hlúir að honum hafi sofið í meira en þrjá klukkutíma. Kærastinn minn verður líka að vera tilbúinn til að flytja með mér til Noregs en hér á landi hafa svokölluð „tækifæri“ lengi verið af skornum skammti. Hann þyrfti raunar helst að vera u.þ.b. 35 árum eldri en ég og eiga íbúð, 100% skuldlaust. Mér, ungum öreiga á hugvísindasviði, virðist nefnilega ekki ætlaður sá munaður að kaupa faste1gn áður en ég dey. Kærastinn minn verður auk þess að vera hátekjumaður, t.d. verkfræðingur eða bankastjóri, svo að hagsmuna annars okkar sé alveg örugglega gætt. Mér þætti ég að lokum hafa dottið á bólakaf í lukkupottinn ef hann ætti flennihaug af fiskveiðikvóta eða hefði yfir að ráða einokunarstöðu á mjólkurvörumarkaði. Þá gæti hann hjálpað mér með námslánin. Þannig að... Kærasti óskast: 23 ára, ljóshærð og lífsglöð kona í BA-námi í íslensku leitar að hraustum, sextugum kvótakóngi. Eigið húsnæði er skilyrði. Svara öllum skilaboðum. Öllum. Framtíð mín er í húfi. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun