Off-venue dagskrá Iceland Airwaves fer stækkandi 31. ágúst 2016 11:30 Off-venue dagskrá hátíðarinnar verður flott í ár. vísir/Ernir Tónlistarhátíðin vinsæla Iceland Airwaves fer fram annan til sjötta Nóvember. Hin svokallaða off-venue dagskrá, sem fram fer samhliða hátíðinni fer sívaxandi. „Off-venue tónleikarnir eru mjög vinsælir, Kex hostel verður á sínum stað, verslunin Icewear, Loft hostel, ásamt fjölda annarra staða. Margir Íslendingar sækja off-venue tónleikana, þar á meðal ungir krakkar sem geta notið þess að rölta á milli staða og upplifa tónlistina,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, spurður út í vinsældir off-venue dagskrár hátíðarinnar. Í gegn um tíðina hefur fjöldi fólks sótt hliðardagskrá hátíðarinnar. En þessir viðburðir standa öllum opnum óháð því hvort þeir séu með armband á hátíðina eða ekki.Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Fréttablaðið/Ernir „Það eru alltaf að bætast við fleiri off-venue staðir, yfir hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt off-venue viðburði hátíðarinnar síðastliðið ár,“ segir Grímur. Forsvarsmenn hátíðarinnar koma saman á Prikinu í dag klukkan 16.00 í þeim tilgangi að tilkynna síðustu áttatíu og níu listamennina sem fram koma á hátíðinni í ár, allir eru velkomnir og nóg verður um að vera. „Auk kynningar á listamönnum, verður boðið upp á tónlistaratriði þar sem Emmsjé Gauti og Cyber munu koma fram, ásamt því að Logi Pedro kemur til með að sjá um tónlistina þess á milli. Við komum líka til með að gefa tíu heppnum gestum miða á hátíðina og gjafabréf frá Icelandair, það eina sem þú þarft að gera er að koma og setja miðann þinn í pott,“ segir Grímur.Fjöldi listamanna hefur nú þegar verið kynntur til leiks og ber þar hæst bandarísku poppsöngkonuna Santigold sem þykir afar djörf og skemmtileg á sviði en auk hennar mun fjöldi frábærra listamanna víðsvegar að koma fram, þar á meðal bandaríska rapphljómsveitin Digable Planets, ein af vinsælustu hljómsveitum Íslands, Of Monsters and Men, auk upprennandi listamanna á borð við Sturlu Atlas, Júníus Meyvant, Amabadama og fleiri. „Það er mjög mikið af tónlist á Iceland Airwaves sem fólk veit lítið um en hefur oft dansað við og heyrt spilaða. Fólk veit jafnvel ekki af því að uppáhaldsbandið þess er að spila á hátíðinni,“ segir Grímur og bætir við að verið sé að leggja lokahönd á skipulag og mun dagskráin verða tilbúin á næstu vikum. Airwaves Mest lesið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarhátíðin vinsæla Iceland Airwaves fer fram annan til sjötta Nóvember. Hin svokallaða off-venue dagskrá, sem fram fer samhliða hátíðinni fer sívaxandi. „Off-venue tónleikarnir eru mjög vinsælir, Kex hostel verður á sínum stað, verslunin Icewear, Loft hostel, ásamt fjölda annarra staða. Margir Íslendingar sækja off-venue tónleikana, þar á meðal ungir krakkar sem geta notið þess að rölta á milli staða og upplifa tónlistina,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, spurður út í vinsældir off-venue dagskrár hátíðarinnar. Í gegn um tíðina hefur fjöldi fólks sótt hliðardagskrá hátíðarinnar. En þessir viðburðir standa öllum opnum óháð því hvort þeir séu með armband á hátíðina eða ekki.Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Fréttablaðið/Ernir „Það eru alltaf að bætast við fleiri off-venue staðir, yfir hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt off-venue viðburði hátíðarinnar síðastliðið ár,“ segir Grímur. Forsvarsmenn hátíðarinnar koma saman á Prikinu í dag klukkan 16.00 í þeim tilgangi að tilkynna síðustu áttatíu og níu listamennina sem fram koma á hátíðinni í ár, allir eru velkomnir og nóg verður um að vera. „Auk kynningar á listamönnum, verður boðið upp á tónlistaratriði þar sem Emmsjé Gauti og Cyber munu koma fram, ásamt því að Logi Pedro kemur til með að sjá um tónlistina þess á milli. Við komum líka til með að gefa tíu heppnum gestum miða á hátíðina og gjafabréf frá Icelandair, það eina sem þú þarft að gera er að koma og setja miðann þinn í pott,“ segir Grímur.Fjöldi listamanna hefur nú þegar verið kynntur til leiks og ber þar hæst bandarísku poppsöngkonuna Santigold sem þykir afar djörf og skemmtileg á sviði en auk hennar mun fjöldi frábærra listamanna víðsvegar að koma fram, þar á meðal bandaríska rapphljómsveitin Digable Planets, ein af vinsælustu hljómsveitum Íslands, Of Monsters and Men, auk upprennandi listamanna á borð við Sturlu Atlas, Júníus Meyvant, Amabadama og fleiri. „Það er mjög mikið af tónlist á Iceland Airwaves sem fólk veit lítið um en hefur oft dansað við og heyrt spilaða. Fólk veit jafnvel ekki af því að uppáhaldsbandið þess er að spila á hátíðinni,“ segir Grímur og bætir við að verið sé að leggja lokahönd á skipulag og mun dagskráin verða tilbúin á næstu vikum.
Airwaves Mest lesið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Lífið Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Næsti Dumbledore fundinn Bíó og sjónvarp Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Tíska og hönnun „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira