Bíó og sjónvarp

Önnur sería af Stranger Things staðfest

Birgir Olgeirsson skrifar
Við fáum meira af Stranger things.
Við fáum meira af Stranger things.
Aðdáendur Netflix-þáttaraðarinnar Stranger Things geta andað rólega því efnisveitan hefur opinberað að framleiðsla á þáttaröð tvö er hafin og að hún veðri frumsýnd á næsta ári.

Seinni þáttaröðin mun innihalda níu þætti, en fyrri þáttaröðin innihélt átta.

Tilkynningin var í myndbandsformi þar sem heyra mátti upphafsstef þáttanna og sjá 9 frasa birtast á skjánum sem eru heiti hvers þáttar í þessari væntanlegu framhaldsþáttaröð.

Í viðtali við Entertainment Weekly sögðu mennirnir á bak við þættina, Duffer-bræðurnir, að fjórar nýjar persónur verða kynntar til leiks í seinni þáttaröðinni og þá verði leitað innblásturs í framhaldsmyndir sem leikstjórinn James Cameron hefur sent frá sér, en þar má nefna Aliens og Terminator 2: Judgement Day. Þá þykir nokkuð víst að persónurnar muni heimsækja á ný þann hrollvekjandi heim sem var kynntur til leiks í fyrri seríunni.

Þetta skref að hefja framleiðslu á nýrri seríu af Stranger Things er afar rökrétt af Netflix þar sem sú fyrsta hlaut metáhorf hjá efnisveitunni. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×