Vinnustöðvun Volkswagen í 6 verksmiðjum Finnur Thorlacius skrifar 23. ágúst 2016 09:13 Í verksmiðju Volkswagen. Enn standa samningaviðræður yfir milli Volkswagen og tveggja birgja þess vegna krafna Volkswagen um lægra verð á íhlutum. Engin niðurstaða fékkst eftir 17 klukkustunda maraþonviðræður í gær og það hefur orðið til þess að lengja þann tíma sem birgjarnir afhenda ekki íhluti til verksmiðja Volkswagen. Vinnustöðvanir hafa þess vegna verið í 6 af 10 verksmiðjum Volkswagen í Þýskalandi og hefur haft áhrif á vinnu 28.000 manna í þeim. Framleiðsla á Golf og Passat bílum hefur verið tímabundið hætt og framleiðsla mun tapast á tugþúsundum bíla með þessum stöðvunum. UBS bankinn hefur áætlað að vikustöðvun í aðalverksmiðju Volkswagen í Wolfsburg muni minnka hagnað Volkswagen um 13,3 milljarða króna, en stöðvunin er þó ekki enn orðin svo löng. Vinnustöðvanir í verksmiðjum Volkswagen hefur ekki einungis áhrif á fyrirtækið sjálft heldur hefur það keðjuverkandi áhrif á aðra birgja Volkswagen, sem fyrir vikið selja minna til fyrirtækisins. Það er því ekki einungis Volkswagen sem hefur áhyggjur af þessu ástandi nú, þau fyrirtæki eru mörg. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent
Enn standa samningaviðræður yfir milli Volkswagen og tveggja birgja þess vegna krafna Volkswagen um lægra verð á íhlutum. Engin niðurstaða fékkst eftir 17 klukkustunda maraþonviðræður í gær og það hefur orðið til þess að lengja þann tíma sem birgjarnir afhenda ekki íhluti til verksmiðja Volkswagen. Vinnustöðvanir hafa þess vegna verið í 6 af 10 verksmiðjum Volkswagen í Þýskalandi og hefur haft áhrif á vinnu 28.000 manna í þeim. Framleiðsla á Golf og Passat bílum hefur verið tímabundið hætt og framleiðsla mun tapast á tugþúsundum bíla með þessum stöðvunum. UBS bankinn hefur áætlað að vikustöðvun í aðalverksmiðju Volkswagen í Wolfsburg muni minnka hagnað Volkswagen um 13,3 milljarða króna, en stöðvunin er þó ekki enn orðin svo löng. Vinnustöðvanir í verksmiðjum Volkswagen hefur ekki einungis áhrif á fyrirtækið sjálft heldur hefur það keðjuverkandi áhrif á aðra birgja Volkswagen, sem fyrir vikið selja minna til fyrirtækisins. Það er því ekki einungis Volkswagen sem hefur áhyggjur af þessu ástandi nú, þau fyrirtæki eru mörg.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent