Tónlist

Ariana Grande sökuð um lagastuld

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Ariana Grande kemur að lagasmíðum margra laga sinna en ekki allra. Hún á þó hluta í umræddu lagi og gæti tapað höfundartekjum sínum í því.
Ariana Grande kemur að lagasmíðum margra laga sinna en ekki allra. Hún á þó hluta í umræddu lagi og gæti tapað höfundartekjum sínum í því. Vísir/Getty
Söngkonan Ariana Grande og popparinn David Guetta hafa verið sökup um lagastuld. Þar er vísað í einn fyrsta slagara stúlkunnar One Last Time sem kom fyrst út árið 2014. Lagahöfundurinn Alex Greggs segir viðlagið í lagi þeirra vera eftirlíkingu á lagi sínu Takes All Night sem hann samdi fyrir popparann Skye Stevens árið 2012.

Það er ekki eins og Greggs vanti skylding því hann hefur nú þegar samið fjölda slagara á sínum ferli. Þar á meðal fyrir poppara á borð við Lady Gaga, Justin Timberlake, Michael og Janet Jackson. Gregg vill fá hluta af höfundarlaununum fyrir slagara Ariönu.

En er eitthvað til í þessu? Eru lögin lík? Ákveði nú hver fyrir sig.

Hér er lag Ariana Grande – One last time.

Og hér er lag Alex Greggs sem hann samdi fyrir Skye Stevens – Takes All Night.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×