Flottur nýr Kia Rio sýndur í París Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2016 13:57 Aldrei hefur Kia Rio verið eins flottur og þessi nýja kynslóð bílsins sem sýndur verður almenningi á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði. Það fer vel á því að fjórða kynslóð Rio sé kynnt á sama ári og Ólympíuleikarnir voru haldnir í Rio í Brasilíu, en af hverju skildu Kia menn ekki hafa kynnt hann einmitt þar? Kia Rio er mest selda bílgerð Kia um allan heim og seldust 473.000 Rio bílar á síðasta ári. Þessi fjórða kynslóð Rio kemur á markað alveg í lok ársins og Kia ætlar svo að kynna kraftmikla GT-útgáfu Rio árið 2018. Með nýju kynslóð bílsins hefur framendinn lengst og húddið stækkað og C-bitinn að aftan er uppréttari. Bíllinn fær LED aðal- og afturljós og bilið milli öxla bílsins hefur lengst og aksturseiginleikar hans batnað fyrir vikið. Helstu samkeppnisbílar Rio í Evrópu eru Volkswagen Polo, Ford Fiesta, Renault Clio og Peugeot 208.Núverandi útlit Rio. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Aldrei hefur Kia Rio verið eins flottur og þessi nýja kynslóð bílsins sem sýndur verður almenningi á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði. Það fer vel á því að fjórða kynslóð Rio sé kynnt á sama ári og Ólympíuleikarnir voru haldnir í Rio í Brasilíu, en af hverju skildu Kia menn ekki hafa kynnt hann einmitt þar? Kia Rio er mest selda bílgerð Kia um allan heim og seldust 473.000 Rio bílar á síðasta ári. Þessi fjórða kynslóð Rio kemur á markað alveg í lok ársins og Kia ætlar svo að kynna kraftmikla GT-útgáfu Rio árið 2018. Með nýju kynslóð bílsins hefur framendinn lengst og húddið stækkað og C-bitinn að aftan er uppréttari. Bíllinn fær LED aðal- og afturljós og bilið milli öxla bílsins hefur lengst og aksturseiginleikar hans batnað fyrir vikið. Helstu samkeppnisbílar Rio í Evrópu eru Volkswagen Polo, Ford Fiesta, Renault Clio og Peugeot 208.Núverandi útlit Rio.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent