Flottur nýr Kia Rio sýndur í París Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2016 13:57 Aldrei hefur Kia Rio verið eins flottur og þessi nýja kynslóð bílsins sem sýndur verður almenningi á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði. Það fer vel á því að fjórða kynslóð Rio sé kynnt á sama ári og Ólympíuleikarnir voru haldnir í Rio í Brasilíu, en af hverju skildu Kia menn ekki hafa kynnt hann einmitt þar? Kia Rio er mest selda bílgerð Kia um allan heim og seldust 473.000 Rio bílar á síðasta ári. Þessi fjórða kynslóð Rio kemur á markað alveg í lok ársins og Kia ætlar svo að kynna kraftmikla GT-útgáfu Rio árið 2018. Með nýju kynslóð bílsins hefur framendinn lengst og húddið stækkað og C-bitinn að aftan er uppréttari. Bíllinn fær LED aðal- og afturljós og bilið milli öxla bílsins hefur lengst og aksturseiginleikar hans batnað fyrir vikið. Helstu samkeppnisbílar Rio í Evrópu eru Volkswagen Polo, Ford Fiesta, Renault Clio og Peugeot 208.Núverandi útlit Rio. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent
Aldrei hefur Kia Rio verið eins flottur og þessi nýja kynslóð bílsins sem sýndur verður almenningi á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði. Það fer vel á því að fjórða kynslóð Rio sé kynnt á sama ári og Ólympíuleikarnir voru haldnir í Rio í Brasilíu, en af hverju skildu Kia menn ekki hafa kynnt hann einmitt þar? Kia Rio er mest selda bílgerð Kia um allan heim og seldust 473.000 Rio bílar á síðasta ári. Þessi fjórða kynslóð Rio kemur á markað alveg í lok ársins og Kia ætlar svo að kynna kraftmikla GT-útgáfu Rio árið 2018. Með nýju kynslóð bílsins hefur framendinn lengst og húddið stækkað og C-bitinn að aftan er uppréttari. Bíllinn fær LED aðal- og afturljós og bilið milli öxla bílsins hefur lengst og aksturseiginleikar hans batnað fyrir vikið. Helstu samkeppnisbílar Rio í Evrópu eru Volkswagen Polo, Ford Fiesta, Renault Clio og Peugeot 208.Núverandi útlit Rio.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent