Mazda RX-9 með Rotary vél árið 2019 Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2016 08:57 Mazda Vision tilraunbíllinn. Enginn bílaframleiðandi framleiðir nú bíl með Rotary vél. Sá sem það síðast gerði var Mazda með RX-8 bílnum, en framleiðslu hans var hætt árið 2012. Þar með héldu margir að dagar Rotary vélanna væru taldir, en svo virðist sem Mazda hafi aldrei alveg hætt þróun Rotary véla. Fréttir herma að Mazda muni setja á markað RX-9 bíl árið 2019 og að hann verði með Rotary vél. Þessar vélar hafa einnig verið nefndar Wankel vélar eftir Felix Wankel upphafsmanni Rotary vélanna. Á næsta ári eru einmitt liðin 50 ár síðan Wankel fann upp þessa vélargerð og því ætlar Mazda að fagna með því að sýna almenningi RX-9 bílinn á bílasýningunni í Tokyo, en hann kemur þó ekki á markað fyrr en árið 2019. Vélin í Mazda RX-9 verður með 1,6 lítra sprengirými en tvo „rotora“ og forþjöppu og það skilar 400 hestöflum. Rotary vélar hafa einmitt verið þekktar fyrir mikil afl úr litlu sprengirými. Þar sem bíllinn verður aðeins 1.300 kíló verður þetta sprækur fákur. Bíllinn verður afturhjóladrifinn og með jafna þyngdardreifingu á milli öxla. Þessi óvenjulegi bíll verður þó ekki ódýr og mun kosta rétt undir 80.000 dollurum, eða 9,4 milljónir króna. Það er 2,5 sinnum hærra verð en var á Mazda RX-8. Mazda kynnti tilraunabílinn Vision með Rotary vél fyrir örfáum árum og það styrkir menn í trúnni að af þessum bíl verði. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Enginn bílaframleiðandi framleiðir nú bíl með Rotary vél. Sá sem það síðast gerði var Mazda með RX-8 bílnum, en framleiðslu hans var hætt árið 2012. Þar með héldu margir að dagar Rotary vélanna væru taldir, en svo virðist sem Mazda hafi aldrei alveg hætt þróun Rotary véla. Fréttir herma að Mazda muni setja á markað RX-9 bíl árið 2019 og að hann verði með Rotary vél. Þessar vélar hafa einnig verið nefndar Wankel vélar eftir Felix Wankel upphafsmanni Rotary vélanna. Á næsta ári eru einmitt liðin 50 ár síðan Wankel fann upp þessa vélargerð og því ætlar Mazda að fagna með því að sýna almenningi RX-9 bílinn á bílasýningunni í Tokyo, en hann kemur þó ekki á markað fyrr en árið 2019. Vélin í Mazda RX-9 verður með 1,6 lítra sprengirými en tvo „rotora“ og forþjöppu og það skilar 400 hestöflum. Rotary vélar hafa einmitt verið þekktar fyrir mikil afl úr litlu sprengirými. Þar sem bíllinn verður aðeins 1.300 kíló verður þetta sprækur fákur. Bíllinn verður afturhjóladrifinn og með jafna þyngdardreifingu á milli öxla. Þessi óvenjulegi bíll verður þó ekki ódýr og mun kosta rétt undir 80.000 dollurum, eða 9,4 milljónir króna. Það er 2,5 sinnum hærra verð en var á Mazda RX-8. Mazda kynnti tilraunabílinn Vision með Rotary vél fyrir örfáum árum og það styrkir menn í trúnni að af þessum bíl verði.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent