Lotus Elise Special Edition er 899 kíló Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2016 13:18 Lotus Elise Special Edition er fisléttur. Ein helst aðferð bílaframleiðenda í dag til að lækka eyðslu bíla sinna er að minnka vigt þeirra. Það hefur sannarlega tekist í tilfelli Lotus Elise Special Edition sem vegur aðeins 899 kíló. Hefðbundin útgáfa Lotus Elise er 931 kíló, en þeir hjá Lotus hefur enn tekist að minnka vigtina með notkun koltrefja, áls og keramiks. Lotus Elise Special Edition er framleiddur í tilefni 50 ára afmælis fyrirtækisins frá Norfolk. Í þessum bíl er 1,8 lítra vél frá Toyota sem í meðförum Lotus skilar 243 hestöflum og 250 Nm togi. Fyrir vikið er þessi smávaxni bíll mjög snöggur og fer sprettinn í 100 km hraða á 4,3 sekúndum og nær hámarkshraðanum 248 km/klst. Bíllinn er frekar “strippaður” og þeir sem kjósa að fá í bílinn miðstöð með kælingu, skriðstilli, gólfmottum, afþreyingarkerfi og þaki úr koltrefjum verða að sérpanta þá aukahluti, en með því þyngist bíllinn, nema með koltrefjaþakinu þá léttist hann. Þeir sem hafa hug á því að tryggja sér eintak af afmælisbílnum Lotus Elise Special Edition verða að hafa hraðar hendur því Lotus ætlar aðeins að smíða 50 eintök af honum og hjá Lotus gildir aðferðin "fyrstir koma - fyrstir fá." Hann mun þó kosta skildinginn, eða 47.900 pund. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent
Ein helst aðferð bílaframleiðenda í dag til að lækka eyðslu bíla sinna er að minnka vigt þeirra. Það hefur sannarlega tekist í tilfelli Lotus Elise Special Edition sem vegur aðeins 899 kíló. Hefðbundin útgáfa Lotus Elise er 931 kíló, en þeir hjá Lotus hefur enn tekist að minnka vigtina með notkun koltrefja, áls og keramiks. Lotus Elise Special Edition er framleiddur í tilefni 50 ára afmælis fyrirtækisins frá Norfolk. Í þessum bíl er 1,8 lítra vél frá Toyota sem í meðförum Lotus skilar 243 hestöflum og 250 Nm togi. Fyrir vikið er þessi smávaxni bíll mjög snöggur og fer sprettinn í 100 km hraða á 4,3 sekúndum og nær hámarkshraðanum 248 km/klst. Bíllinn er frekar “strippaður” og þeir sem kjósa að fá í bílinn miðstöð með kælingu, skriðstilli, gólfmottum, afþreyingarkerfi og þaki úr koltrefjum verða að sérpanta þá aukahluti, en með því þyngist bíllinn, nema með koltrefjaþakinu þá léttist hann. Þeir sem hafa hug á því að tryggja sér eintak af afmælisbílnum Lotus Elise Special Edition verða að hafa hraðar hendur því Lotus ætlar aðeins að smíða 50 eintök af honum og hjá Lotus gildir aðferðin "fyrstir koma - fyrstir fá." Hann mun þó kosta skildinginn, eða 47.900 pund.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent