Bíó og sjónvarp

Fúsi valin besta erlenda myndin á Amanda verðlaununum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gunnar Jónsson í hlutverki Fúsa.
Gunnar Jónsson í hlutverki Fúsa.
Fúsi, kvikmynd Dags Kára, hlaut á föstudaginn Amanda verðlaunin fyrir bestu erlendu myndina. Amanda verðlaunin eru veitt ár hvert á alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi. Louder than Bombs eftir Joachim Trier var valin mynd ársins.

Þetta eru 17. Alþjóðlegu verðlaunin sem kvikmyndin Fúsi hlýtur. Meðal þeirra kvikmynda sem áður hafa hlotið þessi Amanda verðlaun fyrir bestu erlendu mynd eru myndirnar Forrest Gump, Schindler‘s List og Amélie Það er því deginum ljósara að Fúsi er í góðum félagsskap.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×