Tónlist

Enginn unnið fleiri VMA-verðlaun en Beyoncé

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Beyoncé á VMA-hátíðinni í nótt.
Beyoncé á VMA-hátíðinni í nótt. vísir/getty
Tónlistarkonan Beyoncé kom, sá og sigraði á VMA-hátíðinni í New York í gærkvöldi en VMA er tónlistarmyndahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV. Beyoncé hirti átta verðlaun í gærkvöld og hefur þar með unnið samtals 21 VMA-verðlaun, einu fleiri en tónlistarkonan Madonna sem hefur unnið tuttugu stykki.

Beyoncé vann verðlaunin fyrir besta myndband ársins við lag sitt Formation af nýjustu plötu drottningarinnar, Lemonade. Formation var einnig valið besta myndbandið í flokki popptónlistar, kóreógrafína í myndbandinu var valin sú besta og þá var Formation verðlaunað fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku og klippinug. Lemonade var valin besta sjónræna platan og lagið Hold up var valið besta myndband tónlistarkonu. 

Calvin Harris hlaut verðlaun fyrir besta myndband tónlistarmanns og Fifth Harmony fengu verðlaun fyrir bestu samvinnuna í myndbandinu við lagið Work From Home sem hljómsveitin gerði með Ty Dolla $ign.

 

Drake hlaut verðlaun fyrir besta hip hop-myndbandið við lag sitt Hotline Bling og tweny on pilots fengu verðlaun fyrir besta myndbandið í flokki rokktónlistar fyrir Heathens. Calvin Harris nældi sér síðan í önnur verðlaun þegar hann vann fyrir besta raftónlistarmyndbandið vð lagið How Deep Is Your Love en besti nýliðinn var hljómsveitin DNCE. Söngkonan Rihanna hlaut svo sérstök heiðursverðlaun sem kennd eru við tónlistarmanninn Michael Jackson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×