Enginn unnið fleiri VMA-verðlaun en Beyoncé Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 08:37 Beyoncé á VMA-hátíðinni í nótt. vísir/getty Tónlistarkonan Beyoncé kom, sá og sigraði á VMA-hátíðinni í New York í gærkvöldi en VMA er tónlistarmyndahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV. Beyoncé hirti átta verðlaun í gærkvöld og hefur þar með unnið samtals 21 VMA-verðlaun, einu fleiri en tónlistarkonan Madonna sem hefur unnið tuttugu stykki. Beyoncé vann verðlaunin fyrir besta myndband ársins við lag sitt Formation af nýjustu plötu drottningarinnar, Lemonade. Formation var einnig valið besta myndbandið í flokki popptónlistar, kóreógrafína í myndbandinu var valin sú besta og þá var Formation verðlaunað fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku og klippinug. Lemonade var valin besta sjónræna platan og lagið Hold up var valið besta myndband tónlistarkonu. Calvin Harris hlaut verðlaun fyrir besta myndband tónlistarmanns og Fifth Harmony fengu verðlaun fyrir bestu samvinnuna í myndbandinu við lagið Work From Home sem hljómsveitin gerði með Ty Dolla $ign. Drake hlaut verðlaun fyrir besta hip hop-myndbandið við lag sitt Hotline Bling og tweny on pilots fengu verðlaun fyrir besta myndbandið í flokki rokktónlistar fyrir Heathens. Calvin Harris nældi sér síðan í önnur verðlaun þegar hann vann fyrir besta raftónlistarmyndbandið vð lagið How Deep Is Your Love en besti nýliðinn var hljómsveitin DNCE. Söngkonan Rihanna hlaut svo sérstök heiðursverðlaun sem kennd eru við tónlistarmanninn Michael Jackson. Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarkonan Beyoncé kom, sá og sigraði á VMA-hátíðinni í New York í gærkvöldi en VMA er tónlistarmyndahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV. Beyoncé hirti átta verðlaun í gærkvöld og hefur þar með unnið samtals 21 VMA-verðlaun, einu fleiri en tónlistarkonan Madonna sem hefur unnið tuttugu stykki. Beyoncé vann verðlaunin fyrir besta myndband ársins við lag sitt Formation af nýjustu plötu drottningarinnar, Lemonade. Formation var einnig valið besta myndbandið í flokki popptónlistar, kóreógrafína í myndbandinu var valin sú besta og þá var Formation verðlaunað fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku og klippinug. Lemonade var valin besta sjónræna platan og lagið Hold up var valið besta myndband tónlistarkonu. Calvin Harris hlaut verðlaun fyrir besta myndband tónlistarmanns og Fifth Harmony fengu verðlaun fyrir bestu samvinnuna í myndbandinu við lagið Work From Home sem hljómsveitin gerði með Ty Dolla $ign. Drake hlaut verðlaun fyrir besta hip hop-myndbandið við lag sitt Hotline Bling og tweny on pilots fengu verðlaun fyrir besta myndbandið í flokki rokktónlistar fyrir Heathens. Calvin Harris nældi sér síðan í önnur verðlaun þegar hann vann fyrir besta raftónlistarmyndbandið vð lagið How Deep Is Your Love en besti nýliðinn var hljómsveitin DNCE. Söngkonan Rihanna hlaut svo sérstök heiðursverðlaun sem kennd eru við tónlistarmanninn Michael Jackson.
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira