Hálf milljón níu þrepa sjálfskiptinga innkallaðar Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 11:45 Níu gíra sjálfskipting ZF. Íhlutaframleiðandinn ZF mun brátt innkalla níu þrepa sjálfskiptingar sínar sem í notkun eru í meira en 500.000 bílum. Meðal merkja sem lenda í innkölluninni eru Fiat Chrysler, Honda og Land Rover en innköllunin er vegna galla í tengibúnaði skynjara, en gallinn getur leitt til þess að skiptingin fari í hlutlausan við hvaða aðstæður sem er. Viðgerðin er einföld í sjálfu sér þar sem einungis þarf að einangra betur vírana og verður innköllunin gerð hjá viðeigandi umboðum. Bílarnir sem innköllunin nær til í Bandaríkjunum eru Jeep Cherokee 2014-16, Jeep Renegade 2015-16, Chrysler 200 2015-17, RAM ProMaster City 2015-16, Fiat 500X 2016, Range Rover Evoque 2014-17, Land Rover Discovery 2015-17, Acura TLX V6 2015-17 og Honda Pilot 2015-16. Athygli vekur að fyrir nokkrum vikum innkallaði FCA 410.000 bíla vegna samskonar galla á vírum í vélbúnaði bíla sinna. Frá þessu er grein á vefnum billinn.is. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent
Íhlutaframleiðandinn ZF mun brátt innkalla níu þrepa sjálfskiptingar sínar sem í notkun eru í meira en 500.000 bílum. Meðal merkja sem lenda í innkölluninni eru Fiat Chrysler, Honda og Land Rover en innköllunin er vegna galla í tengibúnaði skynjara, en gallinn getur leitt til þess að skiptingin fari í hlutlausan við hvaða aðstæður sem er. Viðgerðin er einföld í sjálfu sér þar sem einungis þarf að einangra betur vírana og verður innköllunin gerð hjá viðeigandi umboðum. Bílarnir sem innköllunin nær til í Bandaríkjunum eru Jeep Cherokee 2014-16, Jeep Renegade 2015-16, Chrysler 200 2015-17, RAM ProMaster City 2015-16, Fiat 500X 2016, Range Rover Evoque 2014-17, Land Rover Discovery 2015-17, Acura TLX V6 2015-17 og Honda Pilot 2015-16. Athygli vekur að fyrir nokkrum vikum innkallaði FCA 410.000 bíla vegna samskonar galla á vírum í vélbúnaði bíla sinna. Frá þessu er grein á vefnum billinn.is.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent