Yfirverkfræðingur Toyota vill nafnið Supra á nýja sportbílinn Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 12:24 Nýi sportbíll Toyota og BMW. Toyota og BMW vinna nú sameiginlega að smíði nýs sportbíls, en hvorki í tilviki Toyota, né BMW er vitað hvað bílarnir eiga að heita. Nú hefur einn starfsmanna Toyota, reyndar yfirverkfræðingur fyrirtæksins, úttalað sig um hvað honum finnst að bíllinn eigi að heita, þ.e. Supra. Það er ef til vill ekki svo langsótt hugmynd þar sem frægasti sportbíll Toyota bar einmitt það nafn, en hann hefur ekki framleiddur lengi. Yfirverkfræðingurinn, Tetsuya Tada, elskaði Supra bílinn en elskar einnig nafnið Supra. Tada er oft nefndur sem faðir Toyota 86 bílsins og hann vill viðhalda langri og árangurríkri sportbílasögu Toyota á lofti og telur að það verði best gert með því að viðhalda nafninu Supra á nýja bílnum. Líklega verður Tada að ósk sinni ef marka má það að Toyota sótti einmitt um einkaleyfið á nafninu Supra í Evrópu fyrir stuttu. Hjá BMW verður þessi nýi sportbíll arftaki BMW Z4 bílsins og gæti því fengið nafnið Z5. Undirvagn og margt fleira verður sameiginlegt hjá Toyota og BMW en vélarnar gæti orðið ólíkar. Vel gengur að sögn beggja aðila með bílinn og er hann í prófunum um allan heim sem stendur. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent
Toyota og BMW vinna nú sameiginlega að smíði nýs sportbíls, en hvorki í tilviki Toyota, né BMW er vitað hvað bílarnir eiga að heita. Nú hefur einn starfsmanna Toyota, reyndar yfirverkfræðingur fyrirtæksins, úttalað sig um hvað honum finnst að bíllinn eigi að heita, þ.e. Supra. Það er ef til vill ekki svo langsótt hugmynd þar sem frægasti sportbíll Toyota bar einmitt það nafn, en hann hefur ekki framleiddur lengi. Yfirverkfræðingurinn, Tetsuya Tada, elskaði Supra bílinn en elskar einnig nafnið Supra. Tada er oft nefndur sem faðir Toyota 86 bílsins og hann vill viðhalda langri og árangurríkri sportbílasögu Toyota á lofti og telur að það verði best gert með því að viðhalda nafninu Supra á nýja bílnum. Líklega verður Tada að ósk sinni ef marka má það að Toyota sótti einmitt um einkaleyfið á nafninu Supra í Evrópu fyrir stuttu. Hjá BMW verður þessi nýi sportbíll arftaki BMW Z4 bílsins og gæti því fengið nafnið Z5. Undirvagn og margt fleira verður sameiginlegt hjá Toyota og BMW en vélarnar gæti orðið ólíkar. Vel gengur að sögn beggja aðila með bílinn og er hann í prófunum um allan heim sem stendur.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent