Misvísandi upplýsingar í leiðsögukerfum hérlendis Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 16:00 Hér er hámarkhraðinn 60 km en leiðsögukerfið sýnir 80 km. Við prófanir á nýjum bílum undanfarið hefur ritstjóri billinn.is nokkrum sinnum rekist á misvísandi upplýsingar í leiðsögukerfum nýrra bíla. Algengast er að þær sýni villandi hámarkshraða og þá annað hvort tölur sem ekki eru notaðar hérlendis, eins og 10 km eða 40 km og það sem alvarlegra er, meiri hámarkshraða en er á þeirri götu sem ekið er á. Sem dæmi má nefna að nýr VW Tiguan sýndi 80 km hámarkshraða á Kringlumýrarbraut milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar og Renault Talisman sýndi einnig 80 km hámarkshraða á nokkrum köflum á Sæbraut þar sem er 60 km hámarkshraði. Báðir bílarnir komu hingað fyrir frumsýningu þeirra hérlendis og gætu því verið svokallaðir “Pre Production” bílar en vissara er fyrir neytendur að vera vakandi fyrir þessu í bílum sínum. Myndin með greininni sýnir leiðbeinandi hámarkshraða leiðsögukerfis í gluggaskjá Renault Talisman og sýnir talan 80 í stað 60. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Við prófanir á nýjum bílum undanfarið hefur ritstjóri billinn.is nokkrum sinnum rekist á misvísandi upplýsingar í leiðsögukerfum nýrra bíla. Algengast er að þær sýni villandi hámarkshraða og þá annað hvort tölur sem ekki eru notaðar hérlendis, eins og 10 km eða 40 km og það sem alvarlegra er, meiri hámarkshraða en er á þeirri götu sem ekið er á. Sem dæmi má nefna að nýr VW Tiguan sýndi 80 km hámarkshraða á Kringlumýrarbraut milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar og Renault Talisman sýndi einnig 80 km hámarkshraða á nokkrum köflum á Sæbraut þar sem er 60 km hámarkshraði. Báðir bílarnir komu hingað fyrir frumsýningu þeirra hérlendis og gætu því verið svokallaðir “Pre Production” bílar en vissara er fyrir neytendur að vera vakandi fyrir þessu í bílum sínum. Myndin með greininni sýnir leiðbeinandi hámarkshraða leiðsögukerfis í gluggaskjá Renault Talisman og sýnir talan 80 í stað 60.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent