Tónlist

Joss Stone heldur tónleika í Hörpu í október

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joss Stone
Joss Stone Visir/getty
Sálarsöngkonan Joss Stone er á leiðinni til Íslands og heldur tónleika í Eldborg, þann 30. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.  

Söngkonan er 27 ára og hefur verið á bólakafi í tónlist allt sitt líf. Hún vann hæfileikakeppnina A Star for a Night á BBC aðeins 13 ára gömul, samdi við eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims 15 ára og gaf út sína fyrstu plötu 16 ára. Hún hefur selt yfir 12 milljón plötur á heimsvísu og velgengi hennar hefur rutt brautina fyrir nýja kynslóð af breskum sálarsöngkonum.

Á tónleikunum í Hörpu mun Stone flytja lög af nýju plötunni í bland við helstu smelli.

Miðasala hefst fimmtudaginn 25. ágúst kl. 10 á Harpa.is, Tix.is og í miðasölu Hörpu. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður; fá þá allir sem eru skráðir á póstlistann sendan tengil sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, heilum degi áður en almenn sala hefst.

Tilkynnt verður sérstaklega um miðaverð og svæði innan skamms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×