Fyrirmyndir sem sameina Magnús Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2016 07:00 Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru að sönnu hetjur okkar Íslendinga á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem þær náðu báðar frábærum árangri. Að baki liggur gríðarleg vinna, einbeitni og vilji til þess að ná árangri í íþrótt sem krefst mikils. Það er mikilvægt að hafa í huga að keppinautar þeirra Eyglóar og Hrafnhildar koma almennt frá stórþjóðum og njóta mikilla fjárhaglegra styrkja, aðbúnaðar og stuðnings við æfingar sem og keppni. Þetta er íþróttafólk í fremstu röð sem er í raun atvinnumenn í sinni grein vegna þessa að samfélögin eru fjölmenn og sjá fjármunum sínum vel borgið í stuðningi við íþróttafólk í fremstu röð. Það kostar tíma og peninga að komast í fremstu röð í íþróttagrein á borð við sund. En stuðningurinn við íslenskt íþróttafólk hefur í áranna rás verið takmarkaður og greinarnar margar hverjar þurft að treysta á stuðning aðstandenda, einstaklinga og fyrirtækja til þess að styðja við sitt fólk af veikum mætti. Íslenskt einstaklingsíþróttafólk á borð við Eygló og Hrafnhildi hefur í gegnum árin staðið höllum fæti gagnvart keppinautum sínum af þessum sökum. Það margfaldar svo sannarlega afrek þessara glæsilegu íþróttakvenna. En jafnframt hljótum við að velta því fyrir okkur hversu langt þær og kollegar þeirra gætu náð með betri stuðningi samfélagsins. Fjórföldun stuðnings ríkisins við afreksíþróttir á Íslandi á næstu fjórum árum eru því gleðileg tíðindi. Tíðindi sem vonandi marka ákveðna breytingu á hugarfari okkar gagnvart afreksíþróttum og reyndar einnig öðrum verkefnum sem þarfnast stuðnings til þess að blómstra og fela í sér að geta verið samfélaginu hvatning, ungum sem öldnum til fyrirmyndar og gleði og öllum til góðs. Góðar fyrirmyndir á borð við Eygló og Hrafnhildi eru samfélaginu gríðarlega mikilvægar. Í fórnfýsi þeirra, vinnusemi og árangri er fólgin hvatning til okkar hinna. Ekki síst til yngri kynslóðarinnar sem vonandi mun alltaf láta sig dreyma stóra drauma og sér í þessum fyrirmyndum hvað er hægt að afreka með vinnusemi og fórnfýsi. Það er því óhætt að segja að samfélagið sé í þakkarskuld við þessar ungu konur sem aldrei krefjast neins heldur hafa ávallt sinnt sínu af brennandi ástríðu, hafa sýnt okkur hvernig draumar geta ræst og eru vonandi hvergi nærri hættar á vegferð sinni til frekari afreka. Það er því vonandi að afrekssjóður ÍSÍ muni láta þessar frábæru íþróttakonur njóta í framtíðinni margfalt betri fjárhagslegs stuðning en verið hefur. Það er nefnilega nauðsynlegt fyrir þjóð sem virðist oftar en ekki eiga erfitt með að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut að eiga fyrirmyndir sem sameina. Fyrirmyndir sem gefa okkur trú á möguleika okkar og sjálfstraust í hverju því sem hugur okkar stendur til og láta draumana rætast. Hafi þær báðar bestu þakkir fyrir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru að sönnu hetjur okkar Íslendinga á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem þær náðu báðar frábærum árangri. Að baki liggur gríðarleg vinna, einbeitni og vilji til þess að ná árangri í íþrótt sem krefst mikils. Það er mikilvægt að hafa í huga að keppinautar þeirra Eyglóar og Hrafnhildar koma almennt frá stórþjóðum og njóta mikilla fjárhaglegra styrkja, aðbúnaðar og stuðnings við æfingar sem og keppni. Þetta er íþróttafólk í fremstu röð sem er í raun atvinnumenn í sinni grein vegna þessa að samfélögin eru fjölmenn og sjá fjármunum sínum vel borgið í stuðningi við íþróttafólk í fremstu röð. Það kostar tíma og peninga að komast í fremstu röð í íþróttagrein á borð við sund. En stuðningurinn við íslenskt íþróttafólk hefur í áranna rás verið takmarkaður og greinarnar margar hverjar þurft að treysta á stuðning aðstandenda, einstaklinga og fyrirtækja til þess að styðja við sitt fólk af veikum mætti. Íslenskt einstaklingsíþróttafólk á borð við Eygló og Hrafnhildi hefur í gegnum árin staðið höllum fæti gagnvart keppinautum sínum af þessum sökum. Það margfaldar svo sannarlega afrek þessara glæsilegu íþróttakvenna. En jafnframt hljótum við að velta því fyrir okkur hversu langt þær og kollegar þeirra gætu náð með betri stuðningi samfélagsins. Fjórföldun stuðnings ríkisins við afreksíþróttir á Íslandi á næstu fjórum árum eru því gleðileg tíðindi. Tíðindi sem vonandi marka ákveðna breytingu á hugarfari okkar gagnvart afreksíþróttum og reyndar einnig öðrum verkefnum sem þarfnast stuðnings til þess að blómstra og fela í sér að geta verið samfélaginu hvatning, ungum sem öldnum til fyrirmyndar og gleði og öllum til góðs. Góðar fyrirmyndir á borð við Eygló og Hrafnhildi eru samfélaginu gríðarlega mikilvægar. Í fórnfýsi þeirra, vinnusemi og árangri er fólgin hvatning til okkar hinna. Ekki síst til yngri kynslóðarinnar sem vonandi mun alltaf láta sig dreyma stóra drauma og sér í þessum fyrirmyndum hvað er hægt að afreka með vinnusemi og fórnfýsi. Það er því óhætt að segja að samfélagið sé í þakkarskuld við þessar ungu konur sem aldrei krefjast neins heldur hafa ávallt sinnt sínu af brennandi ástríðu, hafa sýnt okkur hvernig draumar geta ræst og eru vonandi hvergi nærri hættar á vegferð sinni til frekari afreka. Það er því vonandi að afrekssjóður ÍSÍ muni láta þessar frábæru íþróttakonur njóta í framtíðinni margfalt betri fjárhagslegs stuðning en verið hefur. Það er nefnilega nauðsynlegt fyrir þjóð sem virðist oftar en ekki eiga erfitt með að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut að eiga fyrirmyndir sem sameina. Fyrirmyndir sem gefa okkur trú á möguleika okkar og sjálfstraust í hverju því sem hugur okkar stendur til og láta draumana rætast. Hafi þær báðar bestu þakkir fyrir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. ágúst.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun