Kínverskur rafbílaframleiðandi byggir 400.000 bíla verksmiðju Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2016 08:55 LeEco er kínverskur rafbílaframleiðandi sem er þó lítt kunnur. Hann hefur þó tengsl við Faraday Future og hyggst smíða bíla bæði í samstarfi við það fyrirtæki og sína eigin rafbíla. Til þess er LeEco nú að reisa risastóra rafbílaverksmiðju í nágrenni Huzhou borg í Kína, en í henni verður hægt að smíða 400.000 rafmagnsbíla á hverju ári. LeEco hefur ekki sett einn einasta rafmagnsbíl á markað og það hefur heldur ekki Faraday Future, þó svo það hafi sýnt tilraunabíl sinn FFZero1 víða. LeEco hefur reyndar sýnt einn tilraunabíl sinn, þ.e. LeSEE. Þessi stóra verksmiðja LeEco mun kosta 220 milljarða króna. Til samanburðar kostar uppsetning risaverksmiðju Tesla í Nevada 490-600 milljarða króna, en þar á að vera hægt að smíða um það bil sama magn bíla á ári og í verksmiðju LeEco í Kína. Þessar risaverksmiðjur rafbílaframleiðandanna og áhersla margra annarra bílaframleiðenda á rafmagnsbíla sýnir hversu mikil gróska er nú í smíði slíkra bíla. Sjá má kynningarmyndskeið fyrir LeEco bíl LeEco hér að ofan. Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent
LeEco er kínverskur rafbílaframleiðandi sem er þó lítt kunnur. Hann hefur þó tengsl við Faraday Future og hyggst smíða bíla bæði í samstarfi við það fyrirtæki og sína eigin rafbíla. Til þess er LeEco nú að reisa risastóra rafbílaverksmiðju í nágrenni Huzhou borg í Kína, en í henni verður hægt að smíða 400.000 rafmagnsbíla á hverju ári. LeEco hefur ekki sett einn einasta rafmagnsbíl á markað og það hefur heldur ekki Faraday Future, þó svo það hafi sýnt tilraunabíl sinn FFZero1 víða. LeEco hefur reyndar sýnt einn tilraunabíl sinn, þ.e. LeSEE. Þessi stóra verksmiðja LeEco mun kosta 220 milljarða króna. Til samanburðar kostar uppsetning risaverksmiðju Tesla í Nevada 490-600 milljarða króna, en þar á að vera hægt að smíða um það bil sama magn bíla á ári og í verksmiðju LeEco í Kína. Þessar risaverksmiðjur rafbílaframleiðandanna og áhersla margra annarra bílaframleiðenda á rafmagnsbíla sýnir hversu mikil gróska er nú í smíði slíkra bíla. Sjá má kynningarmyndskeið fyrir LeEco bíl LeEco hér að ofan.
Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent