Þunnur þrettándi á opnunartónleikum Jazzhátíðar í Reykjavík Jónas Sen skrifar 16. ágúst 2016 10:30 Tómas R. Einarsson, bassaleikari. Tónlist Opnunartónleikar Jazzhátíðar Tómas R. Einarsson ásamt Sigríði Thorlacius, Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur, Ómari Guðjónssyni, Davíð Þór Jónssyni, Snorra Sigurðarsyni, Samúel Jóni Samúelssyni, Sigtryggi Baldurssyni, Kristófer R. Svönusyni og Einari Scheving. Norðurljós í Hörpu Miðvikudaginn 10. ágúst Ég hef lengi haldið upp á tónlist Tómasar R. Einarssonar bassaleikara. Geisladiskarnir hans fara oft á fóninn hér á heimilinu. Tónlistin hans er kúbanskur djass, einkar líflegur og grípandi. Engu að síður hefði þurft að gera betur á upphafstónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur, þar sem tónlist Tómasar var í forgrunni. Með honum lék hátt í tíu manna hópur valinkunnra hljóðfæraleikara. Þar af voru fjórir sem spiluðu á ýmiss konar slagverk. Segjast verður eins og er að útkoman var býsna groddaleg. Kannski var hljóðblöndunin ekki nógu góð. En svo velti maður því fyrir sér hvort útsetningarnar hefðu ekki mátt vera fjölbreyttari. Það var of mikið um að allir væru að spila á fullu á sama tíma. Þetta skilaði sér í óþarflega þykkum tónmassa, einhverskonar klunnalegheitum sem leiðinlegt var að upplifa. Slagverkið var ekki létt og leikandi, eða þrungið ástríðum eins og á að einkenna svona tónlist. Það var aðallega síendurtekinn glymjandi sem varð fljótt tilbreytingarsnauður. Nokkrir hljóðfæraleikarar voru þó með skemmtileg sóló, eins og Davíð Þór Jónsson á píanó og Snorri Sigurðarson á trompet. Það dugði samt ekki til að lyfta heildarhljómnum upp úr meðalmennskunni. Söngurinn var almennt ekki heldur ásættanlegur. Hann var fyrst og fremst í höndunum á Sigríði Thorlacius. Hinn voldugi hljóðfæraleikur valtaði yfir hana hvað eftir annað. Erfitt var að skilja hvað hún var að syngja. Sumpart var það henni sjálfri að kenna. Hún hefur jú fína rödd en textaframburðurinn var nokkuð loðinn. Hún var of mikið inni í sér, það vantaði hjartað í sönginn. Mögulega hefði hljóðmaðurinn mátt hækka eilítið í henni. Rósa Guðrún Sveinsdóttir söng aðeins með Sigríði á tímabili. Það virkaði yfirleitt ágætlega, textinn var skýrari. Miklu skemmtilegra var þó þegar Bogomil Font/Sigtryggur Baldursson kom stuttlega fram. Söngur hans var mun áhrifameiri, flæðandi og fallega óheftur. Af hverju söng hann ekki fleiri lög? Í heild voru þessir tónleikar þunnur þrettándi. Skorturinn á fjölbreytni í útsetningum og flatur söngurinn hafði þær afleiðingar að það var eins og sífellt væri verið að flytja sama lagið aftur og aftur. Vissulega var ekki mikil breidd í lögunum í sjálfu sér, en það hefði samt verið hægt að gera þau áhugaverðari og meira spennandi.Niðurstaða: Svæfandi tónleikar sem liðu fyrir einhæfar útsetningar og slappan söng. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist Opnunartónleikar Jazzhátíðar Tómas R. Einarsson ásamt Sigríði Thorlacius, Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur, Ómari Guðjónssyni, Davíð Þór Jónssyni, Snorra Sigurðarsyni, Samúel Jóni Samúelssyni, Sigtryggi Baldurssyni, Kristófer R. Svönusyni og Einari Scheving. Norðurljós í Hörpu Miðvikudaginn 10. ágúst Ég hef lengi haldið upp á tónlist Tómasar R. Einarssonar bassaleikara. Geisladiskarnir hans fara oft á fóninn hér á heimilinu. Tónlistin hans er kúbanskur djass, einkar líflegur og grípandi. Engu að síður hefði þurft að gera betur á upphafstónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur, þar sem tónlist Tómasar var í forgrunni. Með honum lék hátt í tíu manna hópur valinkunnra hljóðfæraleikara. Þar af voru fjórir sem spiluðu á ýmiss konar slagverk. Segjast verður eins og er að útkoman var býsna groddaleg. Kannski var hljóðblöndunin ekki nógu góð. En svo velti maður því fyrir sér hvort útsetningarnar hefðu ekki mátt vera fjölbreyttari. Það var of mikið um að allir væru að spila á fullu á sama tíma. Þetta skilaði sér í óþarflega þykkum tónmassa, einhverskonar klunnalegheitum sem leiðinlegt var að upplifa. Slagverkið var ekki létt og leikandi, eða þrungið ástríðum eins og á að einkenna svona tónlist. Það var aðallega síendurtekinn glymjandi sem varð fljótt tilbreytingarsnauður. Nokkrir hljóðfæraleikarar voru þó með skemmtileg sóló, eins og Davíð Þór Jónsson á píanó og Snorri Sigurðarson á trompet. Það dugði samt ekki til að lyfta heildarhljómnum upp úr meðalmennskunni. Söngurinn var almennt ekki heldur ásættanlegur. Hann var fyrst og fremst í höndunum á Sigríði Thorlacius. Hinn voldugi hljóðfæraleikur valtaði yfir hana hvað eftir annað. Erfitt var að skilja hvað hún var að syngja. Sumpart var það henni sjálfri að kenna. Hún hefur jú fína rödd en textaframburðurinn var nokkuð loðinn. Hún var of mikið inni í sér, það vantaði hjartað í sönginn. Mögulega hefði hljóðmaðurinn mátt hækka eilítið í henni. Rósa Guðrún Sveinsdóttir söng aðeins með Sigríði á tímabili. Það virkaði yfirleitt ágætlega, textinn var skýrari. Miklu skemmtilegra var þó þegar Bogomil Font/Sigtryggur Baldursson kom stuttlega fram. Söngur hans var mun áhrifameiri, flæðandi og fallega óheftur. Af hverju söng hann ekki fleiri lög? Í heild voru þessir tónleikar þunnur þrettándi. Skorturinn á fjölbreytni í útsetningum og flatur söngurinn hafði þær afleiðingar að það var eins og sífellt væri verið að flytja sama lagið aftur og aftur. Vissulega var ekki mikil breidd í lögunum í sjálfu sér, en það hefði samt verið hægt að gera þau áhugaverðari og meira spennandi.Niðurstaða: Svæfandi tónleikar sem liðu fyrir einhæfar útsetningar og slappan söng.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira