Frábær skemmtun í fjarlægri stjörnuþoku Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2016 20:15 Nýjasti Legoleikurinn gerist í söguheimi Star Wars og fjallar að mestu um söguþráð myndarinnar The Force Awakens, eins og nafnið gefur til kynna. Lego Star Wars: The Force Awakens fylgir söguþræði myndarinnar eftir en einnig er hægt að ferðast um stjörnuþokuna (sem er í órafjarlægð og í raun gerist leikurinn fyrir löngu, löngu, síðan) og leika sér að vild við að safna gylltum legokubbum, persónum og öðru. Að mestu snýst leikurinn um að berjast gegn Stormsveitum Fyrstu reglunnar og að leysa ýmsar þrautir. Flestar þrautirnar eru leystar með því að brjóta eitthvað og byggja eitthvað nýtt úr því. Þá má finna margar þrautir sem eingöngu sérstakar persónur geta leyst og því er alltaf hægt að spila borð aftur með öðrum persónum og gera eitthvað nýtt.Tveir geta spilað leikinn saman sem er töluvert skemmtilegra en að spila hann einn. Þannig geta foreldrar til dæmis spilað með börnum sínum. Ég verð að viðurkenna að ég hló (mögulega óeðlilega) mikið að leiknum, sem er stútfullur af gríni fyrir bæði fullorðna og þá sem yngri eru. Í leiknum er hægt að spila sem rúmlega 200 mismunandi persónur og hægt er að aka og fljúga fjölda farartækja. Meðal persóna eru Rey, Finn, Poe, Darth Vader, Darth Maul, Leia Organa, Poe Dameron og margir margir fleiri. Þá eru oft á tíðum margar útgáfur af mismunandi persónum. Þar að auki eru fjölmargar persónur sem hefur ekki farið mikið fyrir í sögunni. Einnig má finna nokkur aukaborð með því að safna gylltum kubbum. Eitt þeirra fjallar til dæmis um það hvernig Han og Chewie gómuðu skrímslin sem gengu berserksgang um skip þeirra í myndinni.LSW: TFA reynir alls ekki að taka sig alvarlega. Það er lítið hægt að segja um eða setja út á grafík þar sem persónur leiksins og umhverfi er byggt úr legokubbum. Setningar úr kvikmyndinni eru oft á tíðum notaðar til þess að talsetja leikinn og verður stundum skrítið. Yfir heildina litið er leikurinn einfaldlega skemmtilegur. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Nýjasti Legoleikurinn gerist í söguheimi Star Wars og fjallar að mestu um söguþráð myndarinnar The Force Awakens, eins og nafnið gefur til kynna. Lego Star Wars: The Force Awakens fylgir söguþræði myndarinnar eftir en einnig er hægt að ferðast um stjörnuþokuna (sem er í órafjarlægð og í raun gerist leikurinn fyrir löngu, löngu, síðan) og leika sér að vild við að safna gylltum legokubbum, persónum og öðru. Að mestu snýst leikurinn um að berjast gegn Stormsveitum Fyrstu reglunnar og að leysa ýmsar þrautir. Flestar þrautirnar eru leystar með því að brjóta eitthvað og byggja eitthvað nýtt úr því. Þá má finna margar þrautir sem eingöngu sérstakar persónur geta leyst og því er alltaf hægt að spila borð aftur með öðrum persónum og gera eitthvað nýtt.Tveir geta spilað leikinn saman sem er töluvert skemmtilegra en að spila hann einn. Þannig geta foreldrar til dæmis spilað með börnum sínum. Ég verð að viðurkenna að ég hló (mögulega óeðlilega) mikið að leiknum, sem er stútfullur af gríni fyrir bæði fullorðna og þá sem yngri eru. Í leiknum er hægt að spila sem rúmlega 200 mismunandi persónur og hægt er að aka og fljúga fjölda farartækja. Meðal persóna eru Rey, Finn, Poe, Darth Vader, Darth Maul, Leia Organa, Poe Dameron og margir margir fleiri. Þá eru oft á tíðum margar útgáfur af mismunandi persónum. Þar að auki eru fjölmargar persónur sem hefur ekki farið mikið fyrir í sögunni. Einnig má finna nokkur aukaborð með því að safna gylltum kubbum. Eitt þeirra fjallar til dæmis um það hvernig Han og Chewie gómuðu skrímslin sem gengu berserksgang um skip þeirra í myndinni.LSW: TFA reynir alls ekki að taka sig alvarlega. Það er lítið hægt að segja um eða setja út á grafík þar sem persónur leiksins og umhverfi er byggt úr legokubbum. Setningar úr kvikmyndinni eru oft á tíðum notaðar til þess að talsetja leikinn og verður stundum skrítið. Yfir heildina litið er leikurinn einfaldlega skemmtilegur.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira