Tónlist

Frank Ocean gefur út sjónræna plötu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Biðin langa virðist loks vera á enda.
Biðin langa virðist loks vera á enda. Vísir/Getty
R&B aðdáendur úti um allan heim geta tekið gleði sína á ný, því söngvarinn Frank Ocean hefur gefið út nýtt efni. Sjónræna platan Endless var frumsýnd á heimasíðu Ocean í nótt. Ekki er vitað hvort þetta sé platan sem aðdáendur hafa beðið eftir, en von er á fleiru frá honum um helgina.

Endless er 45 mínútna vídeó listaverk sem er leikstýrt af Francisco Soriano. Ekki er vitað hvort þetta sé platan sem Ocean hefur verið að ýja að í rúmt ár. Þegar Ocean tilkynnti að hann gæfi út nýja plötu sagðist hann vera með tvær útgáfur af henni í farteskinu. Sú plata var með vinnutitilinn Boys Don‘t Cry og var sagt að hún ætti að koma út fyrir tveim vikum síðan. Rolling Stone greinir frá því að Endless sé aðskilið verkefni og að von sé á nýju plötunni um helgina. 

Hægt er að horfa á plötuna á Apple Music en þar er hlustendum sagt að hafa augun opin fyrir meiru frá Frank um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×