BL innkallar 120 Land Rover Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 12:34 Land Rover Discovery Sport. Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 120 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Land Rover Discovery Sport og Range Rover Evoque bifreiðar framleiddar á árinu 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að hætta er á að plasthlíf sem er ofaná vélinni geti rekist í eldsneytisleiðslu vélarinnar með þeim afleiðingum að gat geti komið á hana með tímanum. Það getur haft í för með sér að fólk verði vart við eldsneytislykt og ef ekki er brugðist við er hætta á íkveikju. Lagfæra þarf plasthlíf og meta ástand á eldsneytisleiðslu. Skipt verður um eldsneytisleyðslu ef þarf, en samkvæmt framleiðanda er um 1% líkur á að skipta þurfi um hana vegna skemmda. Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá BL vegna þessarar innköllunar. Eigendum bíla sem fluttir hafa verið inn af öðrum en BL er bent á að hafa samband við BL ehf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 120 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Land Rover Discovery Sport og Range Rover Evoque bifreiðar framleiddar á árinu 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að hætta er á að plasthlíf sem er ofaná vélinni geti rekist í eldsneytisleiðslu vélarinnar með þeim afleiðingum að gat geti komið á hana með tímanum. Það getur haft í för með sér að fólk verði vart við eldsneytislykt og ef ekki er brugðist við er hætta á íkveikju. Lagfæra þarf plasthlíf og meta ástand á eldsneytisleiðslu. Skipt verður um eldsneytisleyðslu ef þarf, en samkvæmt framleiðanda er um 1% líkur á að skipta þurfi um hana vegna skemmda. Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá BL vegna þessarar innköllunar. Eigendum bíla sem fluttir hafa verið inn af öðrum en BL er bent á að hafa samband við BL ehf. til að kanna hvort þeirra bíll falli undir þessa innköllun.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent