Litlar bleikjutorfur um allan Hraunsfjörð Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2016 15:00 Sjóbleikjuveiðin hefur verið góð í Hraunsfirði í sumar Mynd: KL Silungsveiðin í víða í miklum blóma þessa dagana og þá sér í lagi í þeim vötnum og ám þar sem sjóbleikju er að finna. Stærstu göngurnar af sjóbleikju mæta yfirleitt í seinni júlístraumnum og þá er yfirleitt hægt að sjá torfur af bleikju ganga inní árnar og vötn þar sem sjóbleikja heldur sig. Það hefur til að mynda verið ágæt sjóbleikjuveiði í Hópinu og víðar á norðurlandi sem er mikill léttir því veiðimenn höfðu áhyggjur af minnkandi sjóbleikjuveiði eftir sumarið 2015 þegar hún sást ekki í sama mæli og árin áður. Eitt vatn stendur þó alltaf fyrir sínu og hefur ekki fengið jafn miklar dýfur í veiði, í það minnsta hvað sjóbleikju varðar en það er Hraunsfjörður. Það var mjög fín veiði þar í vor þegar aðstæður voru réttar og greinilega mikið af bleikju í vatninu. Síðustu dagana í júlí hefur veiðin verið með afbrigðum góð og það er augljóst þegar rætt er við veiðimenn sem þekkja vatnið vel að það er mikið af sjóbleikju þar og göngurnar vel greinilegar. Þegar það lygnir alveg við vatnið sést vel þegar litlar torfur fara um í ætisleit og eru því miður oft erfiðar viðureignar. Það koma þó góð augnablik þegar takan fer í gang og þá eru algengt að hver stöng sé að landa 10-15 bleikjum yfir daginn. Bestu tíminn er framundan í sjóbleikjunni svo það er um að gera að kíkja á vatnasvæðin þar sem sjóbleikju er að finna en þau eru mýmörg á Íslandi. Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði
Silungsveiðin í víða í miklum blóma þessa dagana og þá sér í lagi í þeim vötnum og ám þar sem sjóbleikju er að finna. Stærstu göngurnar af sjóbleikju mæta yfirleitt í seinni júlístraumnum og þá er yfirleitt hægt að sjá torfur af bleikju ganga inní árnar og vötn þar sem sjóbleikja heldur sig. Það hefur til að mynda verið ágæt sjóbleikjuveiði í Hópinu og víðar á norðurlandi sem er mikill léttir því veiðimenn höfðu áhyggjur af minnkandi sjóbleikjuveiði eftir sumarið 2015 þegar hún sást ekki í sama mæli og árin áður. Eitt vatn stendur þó alltaf fyrir sínu og hefur ekki fengið jafn miklar dýfur í veiði, í það minnsta hvað sjóbleikju varðar en það er Hraunsfjörður. Það var mjög fín veiði þar í vor þegar aðstæður voru réttar og greinilega mikið af bleikju í vatninu. Síðustu dagana í júlí hefur veiðin verið með afbrigðum góð og það er augljóst þegar rætt er við veiðimenn sem þekkja vatnið vel að það er mikið af sjóbleikju þar og göngurnar vel greinilegar. Þegar það lygnir alveg við vatnið sést vel þegar litlar torfur fara um í ætisleit og eru því miður oft erfiðar viðureignar. Það koma þó góð augnablik þegar takan fer í gang og þá eru algengt að hver stöng sé að landa 10-15 bleikjum yfir daginn. Bestu tíminn er framundan í sjóbleikjunni svo það er um að gera að kíkja á vatnasvæðin þar sem sjóbleikju er að finna en þau eru mýmörg á Íslandi.
Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði