Þyrluflugmaður Ecclestone skipulagði mannránið Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2016 16:43 Bernie Ecclestone og brasilísk eiginkona hans. Rannsókn á mannráni tengdamóður Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, leiddi í ljós að það var þyrluflugmaður sem unnið hafði fyrir Ecclestone og fjölskyldumeðlimi hans sem lagði á ráðin við mannránið. Áður höfðu tveir aðrir menn verið handteknir, en þeir sáu um að ræna tengdamóðurinni. Lögreglan í Brasilíu komust svo að því síðar, eftir að hafa hlerað síma þyrluflugmannsins, að það var hann sem skipulegði ránið og nú hefur hann verið handtekinn einnig. Lausnargjaldið sem þessir kumpánar vildu fá í skiptum fyrir tengdamóðurina var ekki ef lægri gerðinni, eða 28 milljónir dollara. Það gjald var aldrei reitt fram þar sem brasilíska lögreglan hafði hendur í hári ræningjanna áður en að því kom. Það er hætt við því að þyrluflugmaðurinn fari ekki fleiri ferðir með fjölskyldumeðlimi Ecclestone. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Rannsókn á mannráni tengdamóður Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 mótaraðarinnar, leiddi í ljós að það var þyrluflugmaður sem unnið hafði fyrir Ecclestone og fjölskyldumeðlimi hans sem lagði á ráðin við mannránið. Áður höfðu tveir aðrir menn verið handteknir, en þeir sáu um að ræna tengdamóðurinni. Lögreglan í Brasilíu komust svo að því síðar, eftir að hafa hlerað síma þyrluflugmannsins, að það var hann sem skipulegði ránið og nú hefur hann verið handtekinn einnig. Lausnargjaldið sem þessir kumpánar vildu fá í skiptum fyrir tengdamóðurina var ekki ef lægri gerðinni, eða 28 milljónir dollara. Það gjald var aldrei reitt fram þar sem brasilíska lögreglan hafði hendur í hári ræningjanna áður en að því kom. Það er hætt við því að þyrluflugmaðurinn fari ekki fleiri ferðir með fjölskyldumeðlimi Ecclestone.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent