Raggi Bjarna í fyrsta myndbandi Prins Póló á ensku Birgir Örn Steinarsson skrifar 3. ágúst 2016 10:50 Nú er boðið upp á Prins Póló í Bandaríkjunum. Ekki pólska súkkulaðikexið heldur hliðarsjálf Svavars Péturs Eysteinssonar bónda á Karlsstöðum. Lagið Hamster Charm sem er íslensk útgáfa af laginu Hamstra Sjarma er komið út á vegum bandarísku útgáfunnar Waxploitation. Nú er búið að gera nýtt skuggalegt myndband við lagið, leikstýrt er af Árna Sveinssyni, en þar glittir í nokkra góðkunningja Prinsins úr FM Belfast og fleiri auk nokkra óvæntra gesta. „Árni Sveins gerði þetta myndband með okkur í Góða Hirðinum eftir lokun,“ segir Prinsinn sem fullyrðir að hann hafi bara verið þar eins og hvert annað props. „Hann stýrði þessu með harðri hendi. Fékk Ragga Bjarna og Þorgeir Ástvalds til þess að mæta. Ég vissi ekkert hvað hann ætlaði að gera. Hann óð bara út í þetta. Ég er mjög sáttur við þessa útkomu. Hann fékk flottan tökumann og stærstu reykvél sem fékkst.“Myndbandið má sjá hér að ofan.Allt til á ensku ef heimsfrægðin kallarÚtgefandinn Waxploitation bað um að fá að gefa út lagið á ensku. Fyrirspurnin kom í gegnum netið en Svavar hefur aldrei hitt útgefanda sinn. Óhætt var þó að taka fyrirspurninni alvarlega þar sem fyrirtækið hefur áður gefið út listamenn á borð við Danger Mouse, Jack White, Noruh Jones og Gnarls Barkley. Prinsinn hringdi því í Þráinn mág sinn sem býr í Bandaríkjunum og bað hann um að skella textanum yfir á ensku. Þráinn mágur gerði gott betur en það og snaraði öllum Prins Póló lögunum yfir á ensku. „Það eru til enskar þýðingar á öllu ef heimsfrægðin bankar upp á. Ég gerði nú samt bara samning um þetta eina lag og ef þetta gengur vel þá get ég haldið áfram. Ef þetta verður ekkert stuð þá getur maður bara látið þetta gott heita þarna. Ég ákvað að leggja þetta lag undir í þessum samningi.“ Prins Póló hefur aldrei sungið á ensku en Svavar hefur þó gert það með hljómsveit sinni Skakkamanage.Næst á dagskrá á HavaríSvavar segir Verslunarmannahelgina hafa verið fína á Karlsstöðum í Berufirði, þar sem hann býr og stundar sinn búskap. Nýlega setti hann upp ásamt eiginkonu sinni Berglindi tónleika- og veitingarhlöðuna Havarí sem opnaði í sumar. „Það var reytingur af ferðafuglum um helgina,“ segir Svavar sáttur að lokum. Svavar segir líf og fjör vera í hlöðunni en næstu tónleikar þar, fyrir utan hið daglegt vöfflukaffi Prinsins auðvitað, eru með sveitinni FM Belfast 13 ágúst næstkomandi. Það má því búast við ærlegri sveitaballastemmningu þar. Tónlist Tengdar fréttir Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32 Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55 Prinsinn og Jónas Sig opna Havarí Menningarmiðstöðin Havarí opnar á Karlsstöðum í Djúpavogshreppi á laugardag. Tilefni fyrir tónleika. 30. júní 2016 16:19 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Nú er boðið upp á Prins Póló í Bandaríkjunum. Ekki pólska súkkulaðikexið heldur hliðarsjálf Svavars Péturs Eysteinssonar bónda á Karlsstöðum. Lagið Hamster Charm sem er íslensk útgáfa af laginu Hamstra Sjarma er komið út á vegum bandarísku útgáfunnar Waxploitation. Nú er búið að gera nýtt skuggalegt myndband við lagið, leikstýrt er af Árna Sveinssyni, en þar glittir í nokkra góðkunningja Prinsins úr FM Belfast og fleiri auk nokkra óvæntra gesta. „Árni Sveins gerði þetta myndband með okkur í Góða Hirðinum eftir lokun,“ segir Prinsinn sem fullyrðir að hann hafi bara verið þar eins og hvert annað props. „Hann stýrði þessu með harðri hendi. Fékk Ragga Bjarna og Þorgeir Ástvalds til þess að mæta. Ég vissi ekkert hvað hann ætlaði að gera. Hann óð bara út í þetta. Ég er mjög sáttur við þessa útkomu. Hann fékk flottan tökumann og stærstu reykvél sem fékkst.“Myndbandið má sjá hér að ofan.Allt til á ensku ef heimsfrægðin kallarÚtgefandinn Waxploitation bað um að fá að gefa út lagið á ensku. Fyrirspurnin kom í gegnum netið en Svavar hefur aldrei hitt útgefanda sinn. Óhætt var þó að taka fyrirspurninni alvarlega þar sem fyrirtækið hefur áður gefið út listamenn á borð við Danger Mouse, Jack White, Noruh Jones og Gnarls Barkley. Prinsinn hringdi því í Þráinn mág sinn sem býr í Bandaríkjunum og bað hann um að skella textanum yfir á ensku. Þráinn mágur gerði gott betur en það og snaraði öllum Prins Póló lögunum yfir á ensku. „Það eru til enskar þýðingar á öllu ef heimsfrægðin bankar upp á. Ég gerði nú samt bara samning um þetta eina lag og ef þetta gengur vel þá get ég haldið áfram. Ef þetta verður ekkert stuð þá getur maður bara látið þetta gott heita þarna. Ég ákvað að leggja þetta lag undir í þessum samningi.“ Prins Póló hefur aldrei sungið á ensku en Svavar hefur þó gert það með hljómsveit sinni Skakkamanage.Næst á dagskrá á HavaríSvavar segir Verslunarmannahelgina hafa verið fína á Karlsstöðum í Berufirði, þar sem hann býr og stundar sinn búskap. Nýlega setti hann upp ásamt eiginkonu sinni Berglindi tónleika- og veitingarhlöðuna Havarí sem opnaði í sumar. „Það var reytingur af ferðafuglum um helgina,“ segir Svavar sáttur að lokum. Svavar segir líf og fjör vera í hlöðunni en næstu tónleikar þar, fyrir utan hið daglegt vöfflukaffi Prinsins auðvitað, eru með sveitinni FM Belfast 13 ágúst næstkomandi. Það má því búast við ærlegri sveitaballastemmningu þar.
Tónlist Tengdar fréttir Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32 Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55 Prinsinn og Jónas Sig opna Havarí Menningarmiðstöðin Havarí opnar á Karlsstöðum í Djúpavogshreppi á laugardag. Tilefni fyrir tónleika. 30. júní 2016 16:19 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32
Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55
Prinsinn og Jónas Sig opna Havarí Menningarmiðstöðin Havarí opnar á Karlsstöðum í Djúpavogshreppi á laugardag. Tilefni fyrir tónleika. 30. júní 2016 16:19