Aðeins 500 fá að kaupa Ford GT Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 14:46 Þó svo 7.000 viljugir kaupendur hafi skráð sig fyrir mesta tryllitæki sem Ford framleiðir, þ.e. Ford GT, verða aðeins 500 einstaklingar sem fá að kaupa eintak af bílnum. Því sitja 6.300 kaupendur eftir með sárt ennið og fá draum sinn ekki uppfylltan. Ekki er frá því að reiði gæti hjá þeim sem ekki munu fá að kaupa eintak, en Ford sérvaldi þá 500 kaupendur sem munu eignast þennan eftirsótta bíl. Ford sendi hverjum þeim sem skráð höfðu sig fyrir eintaki af Ford GT bréf þar sem greint var frá því hvort þeir myndu hreppa gripinn eður ei, en aðeins um 7% þeirra fengu jákvætt svar og vart til dæmi um lægra hlutfall. Sumir þessara 500 sem fengu jákvætt svar eru heimsþekkt fólk og áhrifafólk og valdi Ford þá kaupendur sérstaklega úr. Er þar aðallega á ferðinni þekkt bílaáhugafólk, auk þess sem það er heimsfrægt. Er það vel, þar sem morgunljóst er að Ford verður gagnrýnt mjög fyrir að handvelja þessa kaupendur, en það verður þó síður gert ef kaupendurnir eru þekkt bílaáhugafólk. Bílar video Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent
Þó svo 7.000 viljugir kaupendur hafi skráð sig fyrir mesta tryllitæki sem Ford framleiðir, þ.e. Ford GT, verða aðeins 500 einstaklingar sem fá að kaupa eintak af bílnum. Því sitja 6.300 kaupendur eftir með sárt ennið og fá draum sinn ekki uppfylltan. Ekki er frá því að reiði gæti hjá þeim sem ekki munu fá að kaupa eintak, en Ford sérvaldi þá 500 kaupendur sem munu eignast þennan eftirsótta bíl. Ford sendi hverjum þeim sem skráð höfðu sig fyrir eintaki af Ford GT bréf þar sem greint var frá því hvort þeir myndu hreppa gripinn eður ei, en aðeins um 7% þeirra fengu jákvætt svar og vart til dæmi um lægra hlutfall. Sumir þessara 500 sem fengu jákvætt svar eru heimsþekkt fólk og áhrifafólk og valdi Ford þá kaupendur sérstaklega úr. Er þar aðallega á ferðinni þekkt bílaáhugafólk, auk þess sem það er heimsfrægt. Er það vel, þar sem morgunljóst er að Ford verður gagnrýnt mjög fyrir að handvelja þessa kaupendur, en það verður þó síður gert ef kaupendurnir eru þekkt bílaáhugafólk.
Bílar video Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent