Bílaútflutningur 10% meiri í Bretlandi þrátt fyrir Brexit Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 09:18 Fjölbreytt bílaflóra sem framleidd er í Bretlandi. Það kemur ef til vill á óvart að mikill vöxtur var í bílaútflutningi frá Bretlandi í júní þvert á spár manna vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Vöxturinn nam 10,4% og voru 158.641 nýir bílar fluttir út og um helmingur þeirra til annarra Evrópulanda. Það sem skýrir þessa miklu sölu er mikil eftirspurn í Evrópu þessa dagana, það að Bretar njóta enn skattfríðinda sem meðlimur í Evrópusambandinu og miklar fjárfestingar bílaframleiðenda í Bretlandi á undanförnum árum. Eðlilegt má teljast að vel gangi áfram að selja bíla frá Bretlandi á meðan tollfríðindi Evrópusambandsins eru enn við líði, en þeir bílaframleiðendur sem eru með verksmiðjur í Bretlandi eru uggandi yfir því hvað bíður þeirra eftir að Bretland er formlega komið úr Evrópusambandinu. Bílasala í Bretlandi hefur á síðustu árum verið með miklum ágætum, en í fyrsta sinn í langan tíma minnkaði hún í júni frá sama mánuði árið áður og er óvissunni í kjölfar Brexit kennt um. Brexit Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent
Það kemur ef til vill á óvart að mikill vöxtur var í bílaútflutningi frá Bretlandi í júní þvert á spár manna vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Vöxturinn nam 10,4% og voru 158.641 nýir bílar fluttir út og um helmingur þeirra til annarra Evrópulanda. Það sem skýrir þessa miklu sölu er mikil eftirspurn í Evrópu þessa dagana, það að Bretar njóta enn skattfríðinda sem meðlimur í Evrópusambandinu og miklar fjárfestingar bílaframleiðenda í Bretlandi á undanförnum árum. Eðlilegt má teljast að vel gangi áfram að selja bíla frá Bretlandi á meðan tollfríðindi Evrópusambandsins eru enn við líði, en þeir bílaframleiðendur sem eru með verksmiðjur í Bretlandi eru uggandi yfir því hvað bíður þeirra eftir að Bretland er formlega komið úr Evrópusambandinu. Bílasala í Bretlandi hefur á síðustu árum verið með miklum ágætum, en í fyrsta sinn í langan tíma minnkaði hún í júni frá sama mánuði árið áður og er óvissunni í kjölfar Brexit kennt um.
Brexit Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent