Benz reisir aðra verksmiðju í Ungverjalandi Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 12:00 Starfsfólk verksmiðjunnar í Kecskemet fagnar sínum fimm hundruð þúsundasta bíl. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, hefur tilkynnt um áform sín að reisa aðra bílaverksmiðju sína í Ungverjalandi sem á að verða tilbúin árið 2020. Daimler mun fjárfesta fyrir 134 milljarða króna í þessari nýju verksmiðju sem rísa mun í Kecskemet og skapa 2.500 ný störf. Verksmiðjan verður með allra fullkomnasta móti og þar verða smíðaðir bílar bæði með framhjóla- og afturhjóladrifi og af mörgum bílgerðum og mun verksmiðjan samhliða geta smíðað hvaða bíl sem er. Þar verður hægt að smíða 150.000 bíla á ári. Stjórnvöld í Ungverjalandi fagna mjög tilkomu þessarar nýju verksmiðju og eru skattatilslakanir stjórnvalda til handa Daimler metnar að virði 56 milljörðum króna. Mikil framleiðsla Mercedes Benz í Ungverjalandi Sú verksmiðja sem Daimler nú þegar starfrækir í Ungverjalandi er einnig í Kecskemet og þar hafa nú þegar verið smíðaðir 500.000 bílar frá því verksmiðjan opnaði árið 2012. Þar vinna nú meira en 4.000 manns og í fyrra voru smíðaðir þar 180.000 Mercedes Benz bílar af gerðunum B-Class, CLA og CLA Shooting Brake. Mercedes Benz hefur sagt frá því hvaða bílgerðir verða smíðaðar í nýju verksmiðjunni. Nýja verksmiðjan verður sú fyrsta hjá Mercedes Benz sem getur bæði smíðað litla og stóra fólksbíla Mercedes Benz. Mercedes Benz keyrir nú allar sínar verksmiðjur á fullum afköstum og á í erfiðleikum með að framleiða nóg. Audi er einnig með verksmiðju í Ungverjalandi, sem og Suzuki og General Motors. Ungverjaland er því að verða heilmikið bílaframleiðsluland þó svo ekkert ungverskt bílamerki sé til. Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, hefur tilkynnt um áform sín að reisa aðra bílaverksmiðju sína í Ungverjalandi sem á að verða tilbúin árið 2020. Daimler mun fjárfesta fyrir 134 milljarða króna í þessari nýju verksmiðju sem rísa mun í Kecskemet og skapa 2.500 ný störf. Verksmiðjan verður með allra fullkomnasta móti og þar verða smíðaðir bílar bæði með framhjóla- og afturhjóladrifi og af mörgum bílgerðum og mun verksmiðjan samhliða geta smíðað hvaða bíl sem er. Þar verður hægt að smíða 150.000 bíla á ári. Stjórnvöld í Ungverjalandi fagna mjög tilkomu þessarar nýju verksmiðju og eru skattatilslakanir stjórnvalda til handa Daimler metnar að virði 56 milljörðum króna. Mikil framleiðsla Mercedes Benz í Ungverjalandi Sú verksmiðja sem Daimler nú þegar starfrækir í Ungverjalandi er einnig í Kecskemet og þar hafa nú þegar verið smíðaðir 500.000 bílar frá því verksmiðjan opnaði árið 2012. Þar vinna nú meira en 4.000 manns og í fyrra voru smíðaðir þar 180.000 Mercedes Benz bílar af gerðunum B-Class, CLA og CLA Shooting Brake. Mercedes Benz hefur sagt frá því hvaða bílgerðir verða smíðaðar í nýju verksmiðjunni. Nýja verksmiðjan verður sú fyrsta hjá Mercedes Benz sem getur bæði smíðað litla og stóra fólksbíla Mercedes Benz. Mercedes Benz keyrir nú allar sínar verksmiðjur á fullum afköstum og á í erfiðleikum með að framleiða nóg. Audi er einnig með verksmiðju í Ungverjalandi, sem og Suzuki og General Motors. Ungverjaland er því að verða heilmikið bílaframleiðsluland þó svo ekkert ungverskt bílamerki sé til.
Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent