Tónlist

Kanye baunar á Apple: „Verðum öll dauð eftir hundrað ár“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Deadmau5, Kanye West og Jay-Z á opnun Tidal í október 2014.
Deadmau5, Kanye West og Jay-Z á opnun Tidal í október 2014. Visir/Getty
Tónlistarmaðurinn Kanye West lét dæluna ganga á Twitter í dag og ekki í fyrsta skipti. Að þessu sinni úthúðaði hann stjórnendum Apple.

Kanye er einn eigenda tónlistarveitunnar Tidal en meðal annara eigenda má nefna Jay Z, Beyoncé, Nicki Minaj, Jack White, Rihanna, Deadmau5 og fleiri. Að hans sögn er stríð fyrirtækjanna tveggja að „fokka upp“ tónlistarheiminum.

„Skítt með þessa typpakeppni. Við verðum öll dauð eftir hundrað ár. Leyfum fólki bara að fá tónlistina sína,“ tísti West meðal annars.

Apple hefur deilt við við fjölda fyrirtækja sem bjóða upp á tónlistarstreymi eftir að það kom á fót sinni eigin veitu, Apple Music.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×