Litla landið og kynferðisbrotin Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2016 07:00 Lögreglan í Vestmannaeyjum heldur sínu striki frá því fyrir ári og mun ekki upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota ef þau eiga sér stað á Þjóðhátíð í bænum um verslunarmannahelgina. Bæjarstjórinn sagðist á Bylgjunni standa með ákvörðun lögreglustjórans. Hann telur að verkferlarnir séu þeir sömu og lögregla noti um allt land. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði lögreglustjóri verklagið viðtekna venju hjá lögreglu og viðbragðsaðilum kynferðisbrotamála. Það er hins vegar rangt hjá Vestmannaeyingunum. Eftirgrennslan fréttastofu leiðir í ljós að verklag þeirra sker sig frá verklagi allra lögregluembætta landsins, utan eins. Neyðarmóttakan á Landspítala hyggst ekki fara að tilmælum lögreglustjórans og upplýsir fjölmiðla um fjölda mála sem koma upp. Stígamót gagnrýna einnig verklagið og segja það ekki vernda þolendur. Ríkislögreglustjóri segir enn fremur að hann telji lögreglu eiga að upplýsa almenning um brot. Verklagið í Vestmannaeyjum sé stílbrot á því hvernig málin séu meðhöndluð annars staðar á landinu og eðlilegast væri að sama stefnan væri í þessum efnum alls staðar. Það er því ljóst að í það minnsta þeir fagaðilar sem Fréttablaðið hefur leitað álits hjá eru ósammála nálgun lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Þar að auki nær öll lögregluembættin, sem ákveða að hafa verklagið með öðrum hætti. Og ekki síst ríkislögreglustjóri sem leiðir lögregluna í landinu. Lögreglustjórinn sagði, máli sínu til frekari stuðnings: „Við erum bara á svo litlu landi. Um leið og það er búið að tilkynna að það hafi orðið brot þá fer fólk að leggja saman tvo og tvo.“ Hún segir fólk yfirleitt fara sjálfviljugt í lokuð rými þar sem flest þessara brota eiga sér stað. Þessi rök halda ekki heldur vatni. Þegar tugþúsundir safnast saman er hægara sagt en gert að leggja saman tvo og tvo til að finna út málsaðila. Það að fólk fari sjálfviljugt inn í lokuð rými, það séu einungis tveir til frásagnar eða að fólk þekkist er hins vegar gömul tugga sem gengur út á að fórnarlambið beri ábyrgð á glæpnum. Röksemd sem ætti ekki að sjást á 21. öldinni. Sú spurning vaknar óneitanlega hvort lögreglustjórinn hafi hagsmuni fórnarlamba að leiðarljósi í afstöðu sinni eða hvort hann sé raunverulega að reyna að tryggja að skuggi falli ekki á Þjóðhátíð á meðan á henni stendur. Það er í sjálfu sér ekki nýtt af nálinni. Sem dæmi má nefna að bæði kaþólska kirkjan og BBC hafa verið staðin að því að þagga niður umfjöllun um kynferðisbrot innan sinna raða til að viðhalda jákvæðri ímynd. Druslugangan verður gengin nú á laugardag. Forsprakkar göngunnar vilja færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Full þörf virðist vera á tilvist þessa viðburðar ár frá ári, og greinilegt að boðskapur druslnanna hefur ekki skilað sér til allra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Lögreglan í Vestmannaeyjum heldur sínu striki frá því fyrir ári og mun ekki upplýsa fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota ef þau eiga sér stað á Þjóðhátíð í bænum um verslunarmannahelgina. Bæjarstjórinn sagðist á Bylgjunni standa með ákvörðun lögreglustjórans. Hann telur að verkferlarnir séu þeir sömu og lögregla noti um allt land. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði lögreglustjóri verklagið viðtekna venju hjá lögreglu og viðbragðsaðilum kynferðisbrotamála. Það er hins vegar rangt hjá Vestmannaeyingunum. Eftirgrennslan fréttastofu leiðir í ljós að verklag þeirra sker sig frá verklagi allra lögregluembætta landsins, utan eins. Neyðarmóttakan á Landspítala hyggst ekki fara að tilmælum lögreglustjórans og upplýsir fjölmiðla um fjölda mála sem koma upp. Stígamót gagnrýna einnig verklagið og segja það ekki vernda þolendur. Ríkislögreglustjóri segir enn fremur að hann telji lögreglu eiga að upplýsa almenning um brot. Verklagið í Vestmannaeyjum sé stílbrot á því hvernig málin séu meðhöndluð annars staðar á landinu og eðlilegast væri að sama stefnan væri í þessum efnum alls staðar. Það er því ljóst að í það minnsta þeir fagaðilar sem Fréttablaðið hefur leitað álits hjá eru ósammála nálgun lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Þar að auki nær öll lögregluembættin, sem ákveða að hafa verklagið með öðrum hætti. Og ekki síst ríkislögreglustjóri sem leiðir lögregluna í landinu. Lögreglustjórinn sagði, máli sínu til frekari stuðnings: „Við erum bara á svo litlu landi. Um leið og það er búið að tilkynna að það hafi orðið brot þá fer fólk að leggja saman tvo og tvo.“ Hún segir fólk yfirleitt fara sjálfviljugt í lokuð rými þar sem flest þessara brota eiga sér stað. Þessi rök halda ekki heldur vatni. Þegar tugþúsundir safnast saman er hægara sagt en gert að leggja saman tvo og tvo til að finna út málsaðila. Það að fólk fari sjálfviljugt inn í lokuð rými, það séu einungis tveir til frásagnar eða að fólk þekkist er hins vegar gömul tugga sem gengur út á að fórnarlambið beri ábyrgð á glæpnum. Röksemd sem ætti ekki að sjást á 21. öldinni. Sú spurning vaknar óneitanlega hvort lögreglustjórinn hafi hagsmuni fórnarlamba að leiðarljósi í afstöðu sinni eða hvort hann sé raunverulega að reyna að tryggja að skuggi falli ekki á Þjóðhátíð á meðan á henni stendur. Það er í sjálfu sér ekki nýtt af nálinni. Sem dæmi má nefna að bæði kaþólska kirkjan og BBC hafa verið staðin að því að þagga niður umfjöllun um kynferðisbrot innan sinna raða til að viðhalda jákvæðri ímynd. Druslugangan verður gengin nú á laugardag. Forsprakkar göngunnar vilja færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Full þörf virðist vera á tilvist þessa viðburðar ár frá ári, og greinilegt að boðskapur druslnanna hefur ekki skilað sér til allra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí