Arftaki McLaren F1 á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2016 11:01 McLaren "Project 2". Svona gæti hinn nýi litið út. McLaren F1 er líklega enn einn magnaðasti ofurbíll sem framleiddur hefur verið, en nú greinir Autocar frá því að McLaren hyggi á smíði arftaka hans og mun hann líta dagsljósið árið 2018. Til stendur að framleiða aðeins 64 eintök af þessum bíl, enda verður hann ekki af ódýrari gerðinni fremur en forverinn. McLaren kallar þróun þessa nýja bíls „Project 2“ og er bíllinn hugsaður útfrá örlítið öðru sjónarhorni en með McLaren F1. Sá var hreint magnaður ofurbíll þar sem allt var gert til að tryggja mögnuð afköst hans en minna hugsað um þægindi farþega. Nýi bíllinn á áfram að hafa sæti fyrir 3 og vera mjög svo þægilegur farkostur þó svo ekki verði slegið neitt af afköstum hans. Hann á að vera hið fullkomna ökutæki til lengri ferða, en það var forverinn ekki. Nýi bíllinn mun kosta eitthvað kringum 320 milljónir króna og það skýrir líklega best af hverju svo fá eintök verða smíðuð. Vél nýja bílsins verður áfram V8 með tveimur forþjöppum, en vafalaust eitthvað öflugri en 700 hestöflin sem McLaren F1 skartaði. Yfirbyggingin verður áfram úr koltrefjum, en útlit það breytt að ekki fari milli mála að hér sé á ferðinni nýr bíll. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent
McLaren F1 er líklega enn einn magnaðasti ofurbíll sem framleiddur hefur verið, en nú greinir Autocar frá því að McLaren hyggi á smíði arftaka hans og mun hann líta dagsljósið árið 2018. Til stendur að framleiða aðeins 64 eintök af þessum bíl, enda verður hann ekki af ódýrari gerðinni fremur en forverinn. McLaren kallar þróun þessa nýja bíls „Project 2“ og er bíllinn hugsaður útfrá örlítið öðru sjónarhorni en með McLaren F1. Sá var hreint magnaður ofurbíll þar sem allt var gert til að tryggja mögnuð afköst hans en minna hugsað um þægindi farþega. Nýi bíllinn á áfram að hafa sæti fyrir 3 og vera mjög svo þægilegur farkostur þó svo ekki verði slegið neitt af afköstum hans. Hann á að vera hið fullkomna ökutæki til lengri ferða, en það var forverinn ekki. Nýi bíllinn mun kosta eitthvað kringum 320 milljónir króna og það skýrir líklega best af hverju svo fá eintök verða smíðuð. Vél nýja bílsins verður áfram V8 með tveimur forþjöppum, en vafalaust eitthvað öflugri en 700 hestöflin sem McLaren F1 skartaði. Yfirbyggingin verður áfram úr koltrefjum, en útlit það breytt að ekki fari milli mála að hér sé á ferðinni nýr bíll.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent