Frumsýning: Edda Björgvins fer á kostum í nýju myndbandi JJ Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. júlí 2016 13:00 Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson henti óvænt út nýju lagi í dag og leiknu myndbandi sem skartar engri annarri en Eddu Björgvins í aðalhlutverki. Lagið heitir Your Day og er í hressara lagi. Myndbandinu er leikstýrt af Frey Árnasyni en það má sjá hér fyrir ofan. Þetta er fyrsta leikna tónlistarmyndband Jóns í lengri tíma. „Það er langt síðan ég gaf út lag og gaman að láta verða af því,“ segir Jón Jónsson. „Ég samdi það að megninu til þegar ég var í fríi í Flórída á síðasta ári. Það kannski útskýrir afhverju það er svona hresst. Svo fékk ég einn peppaðasta mann landsins, Berg Ebba, til þess að semja textann. Hann var alltaf ákveðinn í því að þetta yrði að vera brjálað pepp-lag. Hann sagði fyrst að lagið ætti að fjalla um mann sem gerir allt á einum degi – og hjálpar gamalli konu yfir götu. Ég emjaði af hlátri á meðan hann talaði um þetta. En útkoman var sú að lagið fjallar um það að dagurinn í dag er dagurinn sem þú dregur frá gluggtjöldin, stígur upp úr sófanum og gerir allt sem þig hefur langað til þess að gera.“Edda Björgvins í hlutverki sínu sem Gríma.Vísir/Freyr ÁrnasonFlótti Grímu frá elliheimilinuMyndbandið er í takt við boðskap lagsins en þar leikur Edda Björgvins konu á elliheimili sem ákveður að láta til skara skríða og leita á vit ævintýranna. „Hún er nú kannski ekkert endilega að nýta heiðarlegustu aðgerðirnar til þess að koma draumum sínum í verk en engu að síður á hún stórkostlegan dag. Það er eitthvað sem allir geta gert.“ Jón sést lítið sem ekkert í myndbandinu en andliti hans bregður einu sinni fyrir þegar sú gamla setur kassettu í tækið og stígur dans. Hann var þó viðstaddur tökur með Eddu og Frey leikstjóra og hafði gaman að. „Hún leysti þetta fáránlega vel og var í karakter allan tímann. Hún nefndi persónuna Gríma og mér þykir alveg jafn vænt um Grímu og Eddu. Ég vil sjá 90 mínútna bíómynd af frekari ævintýrum Grímu.“ Jón kemur fram ásamt 6 manna hljómsveit sinni á Café Rósenberg í kvöld. Til þess að auglýsa þá tónleika skellti Jón stuttu kynningarmyndbandi á Facebook til þess að kynna það. Það má sjá hér fyrir neðan. Tónlist Tengdar fréttir Hugljúfur óður Jóns Jónssonar til Hannesar: „Kennir okkur að trúa á draumana okkar“ Jón gerði nýja útgáfu lagsins Gefðu allt sem þú átt og skreytti með myndum af ferli Hannesar. 27. júní 2016 15:15 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson henti óvænt út nýju lagi í dag og leiknu myndbandi sem skartar engri annarri en Eddu Björgvins í aðalhlutverki. Lagið heitir Your Day og er í hressara lagi. Myndbandinu er leikstýrt af Frey Árnasyni en það má sjá hér fyrir ofan. Þetta er fyrsta leikna tónlistarmyndband Jóns í lengri tíma. „Það er langt síðan ég gaf út lag og gaman að láta verða af því,“ segir Jón Jónsson. „Ég samdi það að megninu til þegar ég var í fríi í Flórída á síðasta ári. Það kannski útskýrir afhverju það er svona hresst. Svo fékk ég einn peppaðasta mann landsins, Berg Ebba, til þess að semja textann. Hann var alltaf ákveðinn í því að þetta yrði að vera brjálað pepp-lag. Hann sagði fyrst að lagið ætti að fjalla um mann sem gerir allt á einum degi – og hjálpar gamalli konu yfir götu. Ég emjaði af hlátri á meðan hann talaði um þetta. En útkoman var sú að lagið fjallar um það að dagurinn í dag er dagurinn sem þú dregur frá gluggtjöldin, stígur upp úr sófanum og gerir allt sem þig hefur langað til þess að gera.“Edda Björgvins í hlutverki sínu sem Gríma.Vísir/Freyr ÁrnasonFlótti Grímu frá elliheimilinuMyndbandið er í takt við boðskap lagsins en þar leikur Edda Björgvins konu á elliheimili sem ákveður að láta til skara skríða og leita á vit ævintýranna. „Hún er nú kannski ekkert endilega að nýta heiðarlegustu aðgerðirnar til þess að koma draumum sínum í verk en engu að síður á hún stórkostlegan dag. Það er eitthvað sem allir geta gert.“ Jón sést lítið sem ekkert í myndbandinu en andliti hans bregður einu sinni fyrir þegar sú gamla setur kassettu í tækið og stígur dans. Hann var þó viðstaddur tökur með Eddu og Frey leikstjóra og hafði gaman að. „Hún leysti þetta fáránlega vel og var í karakter allan tímann. Hún nefndi persónuna Gríma og mér þykir alveg jafn vænt um Grímu og Eddu. Ég vil sjá 90 mínútna bíómynd af frekari ævintýrum Grímu.“ Jón kemur fram ásamt 6 manna hljómsveit sinni á Café Rósenberg í kvöld. Til þess að auglýsa þá tónleika skellti Jón stuttu kynningarmyndbandi á Facebook til þess að kynna það. Það má sjá hér fyrir neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Hugljúfur óður Jóns Jónssonar til Hannesar: „Kennir okkur að trúa á draumana okkar“ Jón gerði nýja útgáfu lagsins Gefðu allt sem þú átt og skreytti með myndum af ferli Hannesar. 27. júní 2016 15:15 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hugljúfur óður Jóns Jónssonar til Hannesar: „Kennir okkur að trúa á draumana okkar“ Jón gerði nýja útgáfu lagsins Gefðu allt sem þú átt og skreytti með myndum af ferli Hannesar. 27. júní 2016 15:15