Síðustu Aston Martin DB9 renna af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2016 09:42 Aston Martin DB9 hefur verið framleiddur allt frá árinu 2003, eða í 13 ár, en nú er komið að framleiðslu síðustu bílanna af þeirri gerð. Aston Martin hefur selt alls 8.701 slíka bíla bara í Evrópu og því er um söluháa bílgerð að ræða fyrir Aston Martin. Fyrirtækið vinnur nú af arftaka DB9 sem bera mun nafnið DB11. Aston Martin framleiddi reyndar nokkur eintök af DB10 sem notaður var í síðustu James Bond mynd en aldrei stóð til að fjöldaframleiða þann bíl. Aston Martin DB11 verður með 5,2 lítra V12 vél með tveimur forþjöppum og því mjög öflugur bíll og hann mun fá nýjan undirvagn að auki. Undirvagn DB9 mun þó lifa áfram því hann verður notaður fyrir bílgerðirnar Rapide og Vanquish, en segja má að góð sala Vanquish hafi haldið Aston Martin á floti undanfarin ár. Bílar video Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent
Aston Martin DB9 hefur verið framleiddur allt frá árinu 2003, eða í 13 ár, en nú er komið að framleiðslu síðustu bílanna af þeirri gerð. Aston Martin hefur selt alls 8.701 slíka bíla bara í Evrópu og því er um söluháa bílgerð að ræða fyrir Aston Martin. Fyrirtækið vinnur nú af arftaka DB9 sem bera mun nafnið DB11. Aston Martin framleiddi reyndar nokkur eintök af DB10 sem notaður var í síðustu James Bond mynd en aldrei stóð til að fjöldaframleiða þann bíl. Aston Martin DB11 verður með 5,2 lítra V12 vél með tveimur forþjöppum og því mjög öflugur bíll og hann mun fá nýjan undirvagn að auki. Undirvagn DB9 mun þó lifa áfram því hann verður notaður fyrir bílgerðirnar Rapide og Vanquish, en segja má að góð sala Vanquish hafi haldið Aston Martin á floti undanfarin ár.
Bílar video Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent