Vilt þú bjarga mannslífi? Magnús Guðmundsson skrifar 29. júlí 2016 07:00 Það er verslunarmannahelgi og maður rolast einn í bænum.“ Orti Megas um Reykjavíkurnætur drengsins í borginni sem drekkur í sig mannlífið eins og það var í den. Og nú er aftur komin verslunarmannahelgi og það eiga efalítið einhverjir eftir að rolast einir eða jafnvel með öðrum í bænum en straumurinn er út á vegina. Á útihátíðir, í útilegur og sumarbústaði og guð má vita hvað. Allir þurfa að komast á sinn stað. Gert er ráð fyrir björtu og fallegu veðri framan af helginni og auk þessa er fjöldi erlendra ferðamanna á landinu gríðarlegur. Það er því viðbúið að fleiri en nokkru sinni muni streyma út á þjóðvegina. Vegina sem hafa ekki verið verri í áraraðir. Jafnvel ekki síðan Ómar söng um þrjú hjól undir bílnum og Jónas og fjölskylda héldu að þjóðinni fræðslu og skemmtan í umferðinni eftir rykugum þjóðvegum landsins. En þar sem þessi mesta ferðahelgi ársins byrjar í dag er til lítils að vera að fárast yfir ástandi veganna. Þeir eru eins og þeir eru og það eina sem er í boði er að ríghalda í góða skapið og fara varlega. Á síðasta ári tók umferðin sextán mannslíf og á þessu ári eru mannslífin þegar orðin fimm sem við höfum mátt horfa á eftir. Enn eru þá ótaldir þeir sem slasast alvarlega og munu jafnvel aldrei ná sér til fulls en þetta eru allt of háar tölur. Allt of mörg líf tapast í umferðinni en það er fjölmargt sem við getum gert til þess að koma í veg fyrir þessi skelfilegu slys. Til þess þurfum við öll að leggjast á eitt og sjá til þess að allir komi heilir heim. Ef það á að ganga eftir þurfum við að virða hraðatakmarkanir og aka eftir aðstæðum hverju sinni. Við þurfum líka öll að spenna bílbeltin – líka þeir sem sitja í aftursætinu. Við skulum vera allsgáð og með hugann við það sem við erum að gera. Við skulum líka hafa það í huga að stór hluti þeirra sem eru á ferð um vegina þessa dagana þekkja ekki íslenska vegi og aðstæður, hafa jafnvel aldrei keyrt yfir einbreiða brú eða eftir malarvegi. Við skulum líka sleppa öllu stressi og framúrakstri því okkur liggur ekki lífið á. Við skulum frekar anda með nefinu, njóta stundarinnar og koma bara aðeins seinna á áfangastað. Það er allt í lagi og það verður samt gaman. Þetta er okkar líf og við eigum okkur sjálf en það er bara eitt líf á mann og við erum saman í umferðinni. Öll þekkjum við skuggann sem bregður fyrir þegar við fréttum af banaslysi og því miður þekkja allt of margir sársaukann og sorgina sem fylgir missinum. Þess vegna skulum við öll gera það sem í okkar valdi stendur til þess að það verði engin sorg um helgina heldur líf og gleði. Við skulum öll bjarga mannslífi um helgina.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Það er verslunarmannahelgi og maður rolast einn í bænum.“ Orti Megas um Reykjavíkurnætur drengsins í borginni sem drekkur í sig mannlífið eins og það var í den. Og nú er aftur komin verslunarmannahelgi og það eiga efalítið einhverjir eftir að rolast einir eða jafnvel með öðrum í bænum en straumurinn er út á vegina. Á útihátíðir, í útilegur og sumarbústaði og guð má vita hvað. Allir þurfa að komast á sinn stað. Gert er ráð fyrir björtu og fallegu veðri framan af helginni og auk þessa er fjöldi erlendra ferðamanna á landinu gríðarlegur. Það er því viðbúið að fleiri en nokkru sinni muni streyma út á þjóðvegina. Vegina sem hafa ekki verið verri í áraraðir. Jafnvel ekki síðan Ómar söng um þrjú hjól undir bílnum og Jónas og fjölskylda héldu að þjóðinni fræðslu og skemmtan í umferðinni eftir rykugum þjóðvegum landsins. En þar sem þessi mesta ferðahelgi ársins byrjar í dag er til lítils að vera að fárast yfir ástandi veganna. Þeir eru eins og þeir eru og það eina sem er í boði er að ríghalda í góða skapið og fara varlega. Á síðasta ári tók umferðin sextán mannslíf og á þessu ári eru mannslífin þegar orðin fimm sem við höfum mátt horfa á eftir. Enn eru þá ótaldir þeir sem slasast alvarlega og munu jafnvel aldrei ná sér til fulls en þetta eru allt of háar tölur. Allt of mörg líf tapast í umferðinni en það er fjölmargt sem við getum gert til þess að koma í veg fyrir þessi skelfilegu slys. Til þess þurfum við öll að leggjast á eitt og sjá til þess að allir komi heilir heim. Ef það á að ganga eftir þurfum við að virða hraðatakmarkanir og aka eftir aðstæðum hverju sinni. Við þurfum líka öll að spenna bílbeltin – líka þeir sem sitja í aftursætinu. Við skulum vera allsgáð og með hugann við það sem við erum að gera. Við skulum líka hafa það í huga að stór hluti þeirra sem eru á ferð um vegina þessa dagana þekkja ekki íslenska vegi og aðstæður, hafa jafnvel aldrei keyrt yfir einbreiða brú eða eftir malarvegi. Við skulum líka sleppa öllu stressi og framúrakstri því okkur liggur ekki lífið á. Við skulum frekar anda með nefinu, njóta stundarinnar og koma bara aðeins seinna á áfangastað. Það er allt í lagi og það verður samt gaman. Þetta er okkar líf og við eigum okkur sjálf en það er bara eitt líf á mann og við erum saman í umferðinni. Öll þekkjum við skuggann sem bregður fyrir þegar við fréttum af banaslysi og því miður þekkja allt of margir sársaukann og sorgina sem fylgir missinum. Þess vegna skulum við öll gera það sem í okkar valdi stendur til þess að það verði engin sorg um helgina heldur líf og gleði. Við skulum öll bjarga mannslífi um helgina.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júlí.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun