Öflugasti Golf GTI frá upphafi er mættur í HEKLU Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2016 10:48 Volkswagen Golf GTI Clubsport. Í ár fagnaði Golf GTI fertugsafmælinu og af því tilefni var öflugasti Golf GTI frá upphafi kynntur til sögunnar. Hann kallast Golf GTI Clubsport Edition 40 og er ætlaður vandlátum ökumönnum sem vilja betri aksturseiginleika, ögn meiri dirfsku og styrk. Undir vélarhlífinni á Clubsport er fjögurra sýlindra, tveggja lítra forþjöppu bensínvél með beinni innspýtingu sem skilar 265 hestöflum. Hámarkshraðinn er 250 km/klst. og hann er í 5,9 sekúndur í hundraðið. Ekki nóg með það heldur er vélin útbúin „overboost“ búnaði sem eykur kraftinn upp í 290 hestöfl í allt að 10 sekúndur. Golf GTI Clubsport er ekki aðeins með meira afl undir húddinu heldur hafa fjöðrunin og loftmótstaðan verið endurbætt. Með hlutum eins og vindkljúfi á þakinu og breyttum framstuðara næst meiri niðurkraftur og þar af leiðandi eykst stöðugleiki og veggrip þannig að Golf GTI Clubsport nær miklum stöðugleika á miklum hraða og í hröðum beygjum. Það sem aðgreinir ytra útlit Clubsport frá hefðbundnum Golf GTI er framstuðarinn sem skartar aukaflipum á sitt hvorri hliðinni, öðruvísi hliðarsvuntur, breytt lögun á vindkljúfi á þaki og svunta sem er innbyggð í afturstuðarann. Svörtu skreytingarnar á hliðunum er vísun í upphaflega Golf GTI frá 1976 og svarta þakið og hliðarspeglarnir gefa Clubsport yfirbragð kappakstursbíls. 18 tommu álfelgur setja svo punktinn yfir i-ið. Að innan skartar Clubsport vandaðri hönnun. Sportsætin eru að hluta til klædd Alcantara-leðri og köflóttu mynstri og GTI merkið er saumað í höfuðpúðana. Sportleg sæti í Golf GTI Clubsport.Sépur að aftan. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent
Í ár fagnaði Golf GTI fertugsafmælinu og af því tilefni var öflugasti Golf GTI frá upphafi kynntur til sögunnar. Hann kallast Golf GTI Clubsport Edition 40 og er ætlaður vandlátum ökumönnum sem vilja betri aksturseiginleika, ögn meiri dirfsku og styrk. Undir vélarhlífinni á Clubsport er fjögurra sýlindra, tveggja lítra forþjöppu bensínvél með beinni innspýtingu sem skilar 265 hestöflum. Hámarkshraðinn er 250 km/klst. og hann er í 5,9 sekúndur í hundraðið. Ekki nóg með það heldur er vélin útbúin „overboost“ búnaði sem eykur kraftinn upp í 290 hestöfl í allt að 10 sekúndur. Golf GTI Clubsport er ekki aðeins með meira afl undir húddinu heldur hafa fjöðrunin og loftmótstaðan verið endurbætt. Með hlutum eins og vindkljúfi á þakinu og breyttum framstuðara næst meiri niðurkraftur og þar af leiðandi eykst stöðugleiki og veggrip þannig að Golf GTI Clubsport nær miklum stöðugleika á miklum hraða og í hröðum beygjum. Það sem aðgreinir ytra útlit Clubsport frá hefðbundnum Golf GTI er framstuðarinn sem skartar aukaflipum á sitt hvorri hliðinni, öðruvísi hliðarsvuntur, breytt lögun á vindkljúfi á þaki og svunta sem er innbyggð í afturstuðarann. Svörtu skreytingarnar á hliðunum er vísun í upphaflega Golf GTI frá 1976 og svarta þakið og hliðarspeglarnir gefa Clubsport yfirbragð kappakstursbíls. 18 tommu álfelgur setja svo punktinn yfir i-ið. Að innan skartar Clubsport vandaðri hönnun. Sportsætin eru að hluta til klædd Alcantara-leðri og köflóttu mynstri og GTI merkið er saumað í höfuðpúðana. Sportleg sæti í Golf GTI Clubsport.Sépur að aftan.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent