Dagbókarskrifin urðu að handriti Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2016 09:00 Eydís Eir Björnsdóttir er leikstjóri og handritshöfundur stuttmyndarinnar Islandia. Vísir/Eyþór Framleiðslufyrirtækið arCus Films hlaut á dögunum tveggja milljóna króna styrk úr Jafnréttissjóði til framleiðslu á stuttmyndinni Islandia sem skrifuð og leikstýrt er af Eydísi Eir Björnsdóttur. Að arCus Films koma þau Marzibil Sæmundardóttir, sem stofnaði fyrirtækið og Svava Lóa Stefánsdóttir og Ársæll Níelsson sem eru nýir meðeigendur fyrirtækisins og munu framleiða myndina ásamt Carolinu Salas en Marzibil verður aðstoðarleikstjóri myndarinnar. Aðalhlutverk myndarinnar verður í höndum leikkonunnar góðkunnu Ágústu Evu Erlendsdóttur og er Eydís ánægð með aðalleikkonuna. „Hún er einstök leikkona, einlæg og sterkur karakter. Ég hef fylgst með henni og það er eitthvað sem ég tengi við.“ Ágústa er eini íslenski leikari myndarinnar sem að mestu leyti verður tekin upp á Segovia á Spáni. Eydís segir það koma til þar sem myndin sé samstarf milli Spánar, Danmerkur og Íslands og þau hafi ekki fundið það umhverfi sem þau leituðu að hér á landi. Myndin hlaut einnig ríflega fjórar milljónir í styrk frá Evrópu unga fólksins og umsókn hefur einnig verið send til Kvikmyndasjóðs. Eydís vill sem minnst gefa upp um efni myndarinnar en hún er byggð á sönnum atburðum og reynslu leikstjóra. Og fjallar myndin um unga konu sem lendir í hremmingum erlendis. Eydís segir það þó ekki alltaf hafa staðið til að skrifa handrit myndarinnar, það hafi hálfpartinn komið til óvart. „Ég hélt dagbók og var búin að skrifa mikið í hana. Það var þörf til þess að koma þessu frá mér,“ segir Eydís og bætir við að fyrir sig sé það ákveðin þerapía að skrifa sig út úr hlutunum. „Ég hef skrifað mikið og er með mörg handrit sem ég hef skrifað og svo er þessi þörf til þess að tjá sig á myndrænan hátt.“ Það er nóg um að vera hjá arCus Films en þau munu einnig framleiða verkefni í samstarfi við leikhópinn Ratatam og fékk það verkefni einnig styrk frá Jafnréttissjóði en það er byggt á hugmyndum Eydísar. Um er að ræða örmyndir sem dreift verður á samfélagsmiðla með jöfnu millibili og munu fjalla á hnitmiðaðan og listrænan hátt um jafnréttismál. Leikhópurinn hefur unnið að því að setja upp leikverk sem frumsýnt verður í haust en hópurinn hefur undanfarna mánuði rannsakað líkamlegt og andlegt ofbeldi innan veggja heimilisins. Leikhópinn skipa Halldóra Rut Baldursdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson. ArCus Films ásamt fleiri listamönnum úr hópnum vinna nú að því að setja upp skapandi vinnurými úti á Granda. Vonir standa til að bæði verkefnin verði frumsýnd á næsta ári. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið arCus Films hlaut á dögunum tveggja milljóna króna styrk úr Jafnréttissjóði til framleiðslu á stuttmyndinni Islandia sem skrifuð og leikstýrt er af Eydísi Eir Björnsdóttur. Að arCus Films koma þau Marzibil Sæmundardóttir, sem stofnaði fyrirtækið og Svava Lóa Stefánsdóttir og Ársæll Níelsson sem eru nýir meðeigendur fyrirtækisins og munu framleiða myndina ásamt Carolinu Salas en Marzibil verður aðstoðarleikstjóri myndarinnar. Aðalhlutverk myndarinnar verður í höndum leikkonunnar góðkunnu Ágústu Evu Erlendsdóttur og er Eydís ánægð með aðalleikkonuna. „Hún er einstök leikkona, einlæg og sterkur karakter. Ég hef fylgst með henni og það er eitthvað sem ég tengi við.“ Ágústa er eini íslenski leikari myndarinnar sem að mestu leyti verður tekin upp á Segovia á Spáni. Eydís segir það koma til þar sem myndin sé samstarf milli Spánar, Danmerkur og Íslands og þau hafi ekki fundið það umhverfi sem þau leituðu að hér á landi. Myndin hlaut einnig ríflega fjórar milljónir í styrk frá Evrópu unga fólksins og umsókn hefur einnig verið send til Kvikmyndasjóðs. Eydís vill sem minnst gefa upp um efni myndarinnar en hún er byggð á sönnum atburðum og reynslu leikstjóra. Og fjallar myndin um unga konu sem lendir í hremmingum erlendis. Eydís segir það þó ekki alltaf hafa staðið til að skrifa handrit myndarinnar, það hafi hálfpartinn komið til óvart. „Ég hélt dagbók og var búin að skrifa mikið í hana. Það var þörf til þess að koma þessu frá mér,“ segir Eydís og bætir við að fyrir sig sé það ákveðin þerapía að skrifa sig út úr hlutunum. „Ég hef skrifað mikið og er með mörg handrit sem ég hef skrifað og svo er þessi þörf til þess að tjá sig á myndrænan hátt.“ Það er nóg um að vera hjá arCus Films en þau munu einnig framleiða verkefni í samstarfi við leikhópinn Ratatam og fékk það verkefni einnig styrk frá Jafnréttissjóði en það er byggt á hugmyndum Eydísar. Um er að ræða örmyndir sem dreift verður á samfélagsmiðla með jöfnu millibili og munu fjalla á hnitmiðaðan og listrænan hátt um jafnréttismál. Leikhópurinn hefur unnið að því að setja upp leikverk sem frumsýnt verður í haust en hópurinn hefur undanfarna mánuði rannsakað líkamlegt og andlegt ofbeldi innan veggja heimilisins. Leikhópinn skipa Halldóra Rut Baldursdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson. ArCus Films ásamt fleiri listamönnum úr hópnum vinna nú að því að setja upp skapandi vinnurými úti á Granda. Vonir standa til að bæði verkefnin verði frumsýnd á næsta ári.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög