Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. júlí 2016 08:00 Diskóboltarnir í Boogie Trouble eru ávallt hressir og kátir. Vísir/Anton Brink Mér finnst það bara mjög spennandi. Þetta verður diskó-rokk-sveifla, góður bræðingur og lögin sett í dúndrandi stuðstemmingu,“ segir söngvarinn Helgi Björnsson, eða Helgi Björns, um hvað honum finnist um þennan óvænta sambræðing, en hann hvílir sig úti á Ítalíu um þessar mundir og verður því áreiðanlega búinn að koma sér í ákaflega góðan gír fyrir Innipúkann þangað sem hann mætir úthvíldur og ferskur beint í dúndrandi stuð með krökkunum í diskósveitinni Boogie Trouble – en þau gáfu nú nýlega út sína fyrstu plötu, Í bænum. Innipúkinn fer fram um verslunarmannahelgina og hefur gert síðan árið 2002. Í ár verður eins og önnur ár allt pakkað af íslenskum hljómsveitum, þarna verða bæði vinsælustu bönd landsins sem og ungar og efnilega hljómsveitir sem hafa kannski ekki fengið að spreyta sig jafn mikið. Á Innipúkanum hefur líka myndast stemming fyrir því að leiða saman þessa tvo póla – þekktur eldri listamaður, goðsögn í bransanum, spilar með ungu tónlistarfólki, verðandi goðsögnum. Á hátíðinni í fyrra var það Jakob Frímann Magnússon sem kom fram ásamt reggíkrökkunum í Amabadama, árið 2012 var það Moses Hightower og Þú og ég sem sameinuðu kraftana og 2011 voru það Valdimar og Eyjólfur Kristjánsson sem leiddu saman hesta sína af þessu tilefni.Goðsögnin Helgi Björns ætlar að sveipa nokkur af sínum helstu lögum diskóljóma fyrir Innipúkann. Fréttablaðið/Anton Brink„Ég hef nú spilað með einhverjum meðlimum sveitarinnar áður í hinum og þessum verkefnum – en ekki sem hljómsveitinni Boogie trouble, þannig að það er mikið tilhlökkunarefni að blanda þessu saman. Þetta er flott plata sem þau voru að gera – þetta verður skemmtileg samsuða og við ætlum að halda uppi stuði og stemmingu. Ég vænti þess að eitthvað af mínum eldri lögum verði sett í skemmtilegan búning og svo kem ég til með að syngja eitthvað af þeirra lögum líka. Þetta verður aðallega mitt efni í gegnum tíðina, bæði nýtt og gamalt. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og setja saman lagalista. Við erum ekki byrjuð að æfa enn þá en það verður að sjálfsögðu gert í tæka tíð. Við erum bara að vinna þetta í gegnum tölvuna eins og er,“ segir Helgi sem lætur það greinilega ekki stöðva sig að hann er staddur erlendis og situr væntanlega í sólinni á Ítalíu og útsetur diskóútgáfu af Húsinu og ég. Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Mér finnst það bara mjög spennandi. Þetta verður diskó-rokk-sveifla, góður bræðingur og lögin sett í dúndrandi stuðstemmingu,“ segir söngvarinn Helgi Björnsson, eða Helgi Björns, um hvað honum finnist um þennan óvænta sambræðing, en hann hvílir sig úti á Ítalíu um þessar mundir og verður því áreiðanlega búinn að koma sér í ákaflega góðan gír fyrir Innipúkann þangað sem hann mætir úthvíldur og ferskur beint í dúndrandi stuð með krökkunum í diskósveitinni Boogie Trouble – en þau gáfu nú nýlega út sína fyrstu plötu, Í bænum. Innipúkinn fer fram um verslunarmannahelgina og hefur gert síðan árið 2002. Í ár verður eins og önnur ár allt pakkað af íslenskum hljómsveitum, þarna verða bæði vinsælustu bönd landsins sem og ungar og efnilega hljómsveitir sem hafa kannski ekki fengið að spreyta sig jafn mikið. Á Innipúkanum hefur líka myndast stemming fyrir því að leiða saman þessa tvo póla – þekktur eldri listamaður, goðsögn í bransanum, spilar með ungu tónlistarfólki, verðandi goðsögnum. Á hátíðinni í fyrra var það Jakob Frímann Magnússon sem kom fram ásamt reggíkrökkunum í Amabadama, árið 2012 var það Moses Hightower og Þú og ég sem sameinuðu kraftana og 2011 voru það Valdimar og Eyjólfur Kristjánsson sem leiddu saman hesta sína af þessu tilefni.Goðsögnin Helgi Björns ætlar að sveipa nokkur af sínum helstu lögum diskóljóma fyrir Innipúkann. Fréttablaðið/Anton Brink„Ég hef nú spilað með einhverjum meðlimum sveitarinnar áður í hinum og þessum verkefnum – en ekki sem hljómsveitinni Boogie trouble, þannig að það er mikið tilhlökkunarefni að blanda þessu saman. Þetta er flott plata sem þau voru að gera – þetta verður skemmtileg samsuða og við ætlum að halda uppi stuði og stemmingu. Ég vænti þess að eitthvað af mínum eldri lögum verði sett í skemmtilegan búning og svo kem ég til með að syngja eitthvað af þeirra lögum líka. Þetta verður aðallega mitt efni í gegnum tíðina, bæði nýtt og gamalt. Við erum að kasta á milli okkar hugmyndum og setja saman lagalista. Við erum ekki byrjuð að æfa enn þá en það verður að sjálfsögðu gert í tæka tíð. Við erum bara að vinna þetta í gegnum tölvuna eins og er,“ segir Helgi sem lætur það greinilega ekki stöðva sig að hann er staddur erlendis og situr væntanlega í sólinni á Ítalíu og útsetur diskóútgáfu af Húsinu og ég.
Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp